23.8.2006 | 04:40
Eimskip, SS og nú Morgunblaðið?
Líklega þekkja flestir sögur af útlendingum sem undrast hakakrossinn á gamla Eimskipafélagshúsinu, þykir skrýtið að SS skuli vera auglýst víða og að "heitir hundar" beri þetta nafn.
Allt á þetta sér þó eðlilegar skýringar, enda um gömul firmatákn að ræða, og í raun alger óþarfi að hætta að nota gömul tákn eins og hakakrossinn, þó að nazistar hafi komið óorði á hann og reyndar fleiri hluti, s.s. rúnir. Forn norræn menning varð allt að því að skammaryrði mörg ár á eftir seinni heimstyrjöldinni.
En þegar ég var að lesa mbl.is, sem oftar, hálf brá mér þegar ég þóttist þekkja kunnuglegan fána á "flashbanner" sem þarna hreyfðist "út á kantinum". Mér brá nógu mikið til þess að ég beið þess að hann "færi hringinn" og sama myndin birtist aftur.
Vissulega vakti þetta athygli mína, og það eiga auglýsingar vissulega að gera, en persónulega finnst mér þetta minna um of á fána nazista til að virðingarverður fjölmiðill sem Morgunblaðið vilji að auglýsingar sínar beri þetta útlit.
En það er bara mín skoðun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Grín og glens, Dægurmál, Vefurinn, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta sjokkerar engann nema þá sem eru að leita einhverju
til þess að sjokkerast yfir.
Elliði (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 11:15
sammála elliða.
Full mikil smámunasemi.
Elvar (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 12:03
Rólegur, ef kassi með hring inn í er ekki í lagi, hvað er þá í lagi.
Enginn (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 12:20
hefði verið skiljanlegt að þú værir að röfla yfir þessu ef kassinn væri rauður ekki appelsínugulur
þóriR (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 12:38
Voðalegur smásálarháttur er þetta hjá þessum kommenterum, ég efast um að pistlahöfundur hafi tekið þetta jafn alvarlega og svörin hér virðast gera ráð fyrir. Ég hjó líka eftir þessu þegar ég sá þennan auglýsignaborða, þetta er óneitanlega nokkuð spes en ekki mikið meira en það.
Bjarki (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 15:33
"Voðalegur smásálarháttur..."
Smásálarháttur hjá okkur öllum ef út í það er farið. Hann sér að borðanum, ég sé að pistlinum, þú sérð að kommentunum.
Elliði (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 19:38
Foringinn á Morgunblaðinu lítur án efa illum augum á þessar færslur ;)
Kiddi (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 23:19
Fyndið - mér brá einmitt þegar ég sá þennan borða og þurfti að skoða hann aftur til að átta mig.
..það kom mér þó ekkert eins á óvart og jólaskrautið fyrir utan höfuðstöðvar Sláturfélagsins Suðurlands á Selfossi. Þar ber að líta Davíðsstjörnu gerða úr ljósaslöngu með einkennisstöfum fyrirtækisins - SS - innan í. Hvort þetta hafi verið svona sjúkur brandari eða alveg óvart læt ég ósagt.
Fiffi (IP-tala skráð) 24.8.2006 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.