Maís var það heillin

Á þessum árstíma þykir mér fátt betra en að éta maísstöngla, heila stöngla, hitaða annaðhvort í ofninum eða hent á grillið.

En það er ekki sama maís og maís, það verður að vera "Peaches and Cream", annað er ekkert nema annars flokks. Venjulega rúlla ég þeim upp í álpappír (frá Alcan) og set smá smjörklípu og nokkur saltkorn með. Lostæti.

En sem betur fer er það ekki bara ég sem kann vel að meta maísinn (eða kornið eins og það er kallað hér um sveitir), heldur er öll fjölskyldan sólgin í gullnu stönglana.

Það er auðvitað best að kaupa þetta lostæti beint frá bóndanum, geyma það í blöðunum uns það er eldað. Það spillir svo auðvitað ekki fyrir að þetta er meinholt og fæst á afar góðu verði nú yfir uppskerutímann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband