22.8.2006 | 16:42
Gott mál og vekur gleði á heimilinu
Þessi frétt vekur gleði á margan máta. Ekki einungis að eistlendingar heiðri íslendinga með þessum hætti, heldur einnig að íslendingar skuli hafa stigið þetta hugrakka og mikilvæga skref á sínum tíma.
Þessi "seinni" sjálfstæðisbarátta eistlendinga, þegar þeir losnuðu undan oki Sovétríkjanna og kommúnismans var hörð, en þó án mikilla átaka. En íslendingar stóðu með baltnesku þjóðunum þegar mest á reið og verður þess minnst þar til eilífðar.
Hér á þessu íslensk/eistneska heimili í Toronto eru allir glaðir og ánægðir með þennan þakkarvott eistnesku þjóðarinnar til þeirrar íslensku, ekki síst þeir sem muna eftir styttunni af Lenín sem þarna stóð áður.
Birti hér með mynd (tekin af Terje Lepp) af Geir H. Haarde og minnismerkinu sem ég fékk "lánaða" af vef Eesti Paevaleht. Sé tengingunni fylgt, má lesa þar frétt á eistnesku sem ef til vill kætir fáa, en þar má einnig sjá fleiri myndir frá athöfninni.
Afhjúpaði minningarskjöld á Íslandstorginu í Tallinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Saga, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.