Vandræðagangur

Það virðist ekki ganga vel hjá SÞ að manna friðargæslusveitir í Líbanon.  Þetta er farið að taka á sig mynd vandræðagangs, eins og svo margt annað sem SÞ tekur sér fyrir hendur.

Það er auðvitað full langt gengið þegar annar deiluaðilinn er farinn að biðja ákveðin ríki um að taka friðargæsluna að sér.  En það getur heldur ekki gengið að ríki s.s. Indónesia, Malaysia og Bangladesh taki að sér friðargæsluna, líkt og þau hafa boðist til.  Þetta eru allt múslimaríki sem hafa ekki viðurkennt Ísrael.

Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau muni styðja friðargæsluna, en engir bandarískir hermenn verði þar.  Það er rétt ákvörðun, enda Bandaríkin yfirlýstir stuðningsmenn Ísrael og líklegt að þeirra hermenn yrðu ekki velséðir í Líbanon.

En það sem hlýtur að valda vonbrigðum er tregða evrópuríkja til að "taka upp slakann". Frakkar senda aðeins 200 hermenn og önnur ríki eru tvístígandi.  Hvar er nú allt talið um að Evrópa þurfi að "taka sér stöðu í heiminum?", hvar er evrópska sveitin sem átti að vera reiðubúin til að takast á við vandamál með stuttum fyrirvara?  Er það minningarnar frá fyrrum Júgóslavíu sem Evrópu ríkin eru að takast á við?  Eru hræða minningarnar frá Líbanon og hvernig franskir og bandarískir hermenn voru leiknir þar?

Bendi hér á tvær ágætis greinar, aðra úr Globe and Mail og hina úr NYT.


mbl.is Ísraelar segja að Ítalir verði að leika lykilhlutverk í friðargæsluliði SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband