Brennivins Rulapizza Eating Contest

Brennisvins Pizza hus

Ég er ekki alveg klár á því hvað "Brennivins Rulapizza" er, en fæ það sterklega á tilfinninguna að um sé að ræða pizzu með rúllupylsu.  Hljómar spennandi ekki satt?

En eftir því sem ég kemst næst er kappát með slíkri pizzu eitt af dagskráratriðum á Íslendingadeginum (sem er reyndar orðinn nokkrir dagar) sem haldinn er í Gimli ár hvert. 

Sjálfur hef ég aldrei verið á Íslendingadeginum, en fór í fyrsta skipti nú nýverið til Winnipeg og Gimli og ók þar um Íslendingaslóðir.

Þá tók ég meðfylgjandi mynd af pizzastað í Gimli, sem heitir því frábæra nafni "Brennivins Pizza Hús", sem ég hef sömuleiðis grun um að tengist fyrrnefndri keppni.

En Íslendingadagurinn er um næstu helgi, löng helgi hér í Kanada líkt og á Íslandi.  Dagskrá hátíðarhaldanna má finna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband