18.8.2006 | 21:32
Nú hlýtur það að fara að hafast....
... að innflutningur á landbúnaðarafurðum fari að aukast til Íslands, og að vörugjöldum, tollum og kvótum verði breytt til hins betra.
Þegar formaður Framsóknarflokksins (Halldór er formaður þangað til á morgun) heldur ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins og kemur inn á þessi mál, geta ekki verið margara hindranir eftir.
Þetta er enda hið þarfasta og besta mál, eitthvað sem þarf að drífa í sem allra fyrst.
Auðvitað er það "ódýrt" fyrir fráfarandi formann að koma inn á þetta, og ekki þarf hann að taka tillit til Guðna lengur, en það væri óskandi að Framsóknarflokkurinn yrði áfram um þetta málefni.
Þetta er líka gott verkefni fyrir ríkisstjórnina, betra seint en aldrei. Það mætti til dæmis stefna á að fella niður vörugjöld um næstu áramót. En maður á mínum aldri trúir þó ekki á það fyrr en hann sér það gerast.
Halldór Ásgrímsson: Fella þarf niður vörugjöld og breyta innflutningsvernd landbúnaðarvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Viðskipti, Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.