28.7.2007 | 06:55
Hæglætislíf að Bjórá
Lífið er heldur hægara að Bjórá en verið hefur. Það er ekki laust við að ómegðin þjáist af athyglisskorti. Allir gestir farnir og enginn eftir nema foreldrarnir til að dást að og halda á þeim. Líklega heldur þunnur þrettándi.
En systur mínar yfirgáfu Bjórá á miðvikudaginn var og var foringjanum sérstaklega harmur af brottförinni. Jóhanna litla tekur öllu með meira jafnaðargeði, þó að þörf hennar fyrir að láta halda á sér hafi ef til vill aukist.
En lífið er ljúft, roði er byrjaður að sjást á tómötum, paprikurnar stækka dag frá degi, þó að þær eigi nokkuð í land að byrja að roðna. Ferskt dill, steinselja, thyme (nú man ég ekki Íslenska heitið), baunir, belgbaunir, rósmarin og sitthvað fleira er hins vegar notað hér flesta daga. Garðurinn stendur í blóma, en þó eru einhverjar bölvaðar bjöllur að hrella rósirnar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.