13.8.2006 | 15:31
Komnar heim að Bjórá - Rakaeyðir
Þá eru þær mæðgur komnar heim að Bjórá og lífið smá saman að færast í fastan takt. Ég sótti þær á sjúkrahúsið seinnipartinn í gær. Það var góð tilfinning að bera dótturina í bæinn eins og sagt er.
Hinn ný "prómóteraði" stóri bróðir er ekki alveg viss um hvernig hann á að taka þessu, er vingjarnlegur en finnst þó stöðu sinni að einhverju marki ógnað. Hann þarf mikið á faðmlögum að halda og vill gjarna vera borinn um allt hús, því skyldi hann labba fyrst að systir hans gerir það ekki?
Veðrið hér er með dægilegasta móti, á milli 20 og 25°C á daginn og fer niður í 12 til 14°C á nóttunni. Þó er svolítið rakt en ekkert til að kvarta yfir.
Rakinn varð þó til þess að ég fór og keypti enn eitt heimilistækið, nú rakaeyði, og kom honum fyrir í kjallaranum. Þetta er auðvitað undratæki, sýgur vatn úr loftinu og skilar því hreinu og góðu til baka. Líklega er ekki mikil þörf fyrir svona tæki í andrúmslofti eins og á Íslandi, en hér gerir það kraftaverk.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.