9.8.2006 | 00:01
Ungi litli... - Ferskjur, plómur og apríkósur
Eins og ég hef áður minnst á er mikið fuglalíf hér að Bjórá og í næsta nágrenni. Meðal annars hafa kardínálar verið hér tíðir gestir.
Nú fyrir u.þ.b. 4 dögum sá ég að eitthvað mikið gekk á hjá kardínálahjónum hér úti í garðinum okkar og fór að athuga málið, var þá ekki ófleygur lítill ungi að spássera um garðinn. Ég var nokkuð hissa á þessu, hélt að ungastússi væri löngu lokið hjá öllum fuglum. Helst hallast ég að því að um seinna varp hljóti að vera, eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í því fyrra.
En um nokkurt skeið fylgdums við með þeim hjónum bera mat til ungans, og svo læddist ég út og tók nokkrar myndir, sú besta fylgir með þessari færslu.
Tengdó kom svo úr ávaxtatínslu seinnipartinn, með svo mikið af ferskjum, plómum og apríkósum að við vitum varla hvað á að gera við þetta allt saman.
En hún er hæstánægð og við auðvitað líka, nýtíndir ávextir eru alltaf ljúffengir og geðbætandi, foringinn kann líka vel að meta þá, þannig að allir eru nokkuð kátir með lífið og tilveruna.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.