9.8.2006 | 10:54
Valdið til fólksins
Valdið til fólksins, er slagorð sem heyrist líklega ekki oft lengur. Enda hefur æ meira vald verið fært frá almenningi til hins opinbera á undanförnum árum og áratugum. Hér er eitt dæmi um slíkt, ákvarðanir sem eiga heima hjá einstaklingum, en eru komnar til stjórnvalda.
Það að almenningur á Íslandi ráði ekki hvort eða hvað mikið þeir kjósa að greiða til kirkju þeirrar þeir tilheyra, eða sú staðreynd að þeir sem tilheyra engri kirkju séu nauðugir látnir greiða til Háskólans, er tímaskekkju sem ætti að afnema hið fyrsta.
Það er ekki eingöngu tímaskekkja að ríkið skuli innheimta fyrir trúfélögin (það ættu þau auðvitað að gera sjálf), heldur er það hrópandi mismunun að trúleysingjar skuli vera neyddir til að til að greiða meiri "skatta" til menntunar í landinu.
"Gjaldið keisarnum það sem keisarans er og guði það sem guðs er," virðist alla vegna ekki vera í fullu gildi enn, alla vegna fer það allt í gegnum "keisarann".
Ef ég man svo rétt er búið að breyta álagningarseðlum á þann veg að þetta "sóknar/háskólagjald" sést ekki lengur, líklega þannig gert til að almenningur taki síður eftir þessu.
Persónulega tel ég nauðsynlegt að aðskilja ríki og kirkju, slíkt "samkrull" á ekki heima í nútímasamfélagi.
Tæpir tveir milljarðar í sóknargjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Viðskipti, Dægurmál, Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.