5.7.2007 | 04:26
Gestkvæmt að Bjórá
Nú er "mini" fjölskyldumót hafið að Bjórá, en systur mínar tvær komu nú seinnipartinn frá Noregi, þannig að nú er líf og fjör. Foringinn tók þeim fálega á flugvellinum en kættist heldur þegar heim var komið og honum færður bíll að gjöf. Fljótlega ætti hann í þeim hvert bein.
Jóhanna tók þeim heldur fálegar, heimasætan reyndar ekki upp á sitt besta í dag, kom heim með dulítið nefrennsli frá Manitoba.
Það var heldur ekki hægt að segja að Toronto setti upp neinn sparisvip fyrir þær, hér féll hitinn niður í 18 stig og rakinn þvílíkur að það var sem að ganga í vatni.
En það horfir til betri vegar og spáð er hlýnandi (eftir örfáa daga fer ég að kvarta yfir því hve heitt er) og á að fara vel yfir 20 á morgun (fimmtudag) og svo yfir 30 um helgina.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.