4.7.2007 | 04:13
Bylting Frakklandi?
Ég verð að viðurkenna að ég varð ákaflega glaður þegar ég heyrði að Kimi hefði unnið í Frakklandi og ekki var verra að Massa skyldi verða í 2. sæti. Það var komin tími til að Ferrari sýndi sitt rétta andlit.
En það er eitt sem kvelur huga minn og það þó nokkuð. Þetta er fyrsta keppnin sem ég hef ekki horft á í langan tíma. Tíminn er eitthvað svo assgoti seinn á sléttunni (ég var í Winnipeg) að það var því sem næst niðdimm nótt þegar keppnin hófst, ég á hótelherbergi og ómegðin sofandi ásamt konunni. Og ég ekki einu sinni almennilega vaknaður heldur.
En spurningin er auðvitað hvort að það hafi verið það sem þurfti, að ég missti af keppni? Ef að allt fer á sömu assgotans McLaren leiðina þegar ég horfi á næstu keppni, þýðir það þá að ég verði að sleppa því að fylgjast með til að Ferrari vinni sigra?
En þetta var vissulega kærkominn sigur og akkúrat það sem liðið og við áhangendurnir þurftum á að halda, núna þarf að endurtaka leikinn á Silverstone eftir viku og þá erum við "back in the game".
Það verður líka fróðlegt að fylgjast með þessu máli hvað varðar meintan þjófnað á gögnum frá Ferrari sem virðast hafa endað hjá McLaren. Líklega eru ekki öll kurl komin af dekkjunum þar.
Räikkönen vann taktíska keppni við Massa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.