6.8.2006 | 14:36
Tett töltött óra
Það er langt síðan ég man eftir formúlukeppni sem bauð upp á jafn mikinn æsing og læti og þessi keppni sem nú er nýlokið í Budapest. Eins og stundum er sagt, "það var allt að gerast".
Kaldara en búist var við og í þokkabót rigning, Schumacher og Alonso áttu báðir frábært start, Alonso þó sýnu betra, Michelin dekkin virtust gera sig miklu betur í upphafinu og þangað til rétt eftir miðja keppni. Button átti líka fantagóðan akstur. Alonso notaði fyrri helmingin og var með það góða forystu að fátt virtist geta ógnað sigri hans.
Svo falla þeir einn af öðrum úr keppni, Fisichella, Raikkonen, ekki heppinn frekar en venjulega. Svo fell Alonso úr leik og ég fór að vona að "Skósmiðurinn" sækti verulega á í titilslagnum, en svo fellur kappinn úr leik þegar 3. hringir eru eftir, eftir hetjulega baráttu við de la Rosa og Heidfeld. Þegar hann renndi inn í bílskúrinn var lítið nema striginn eftir af dekkjunum sem hann hafði notað alla keppnina.
Mikil vonbrigði einnig með Massa sem hafnaði í 8. sæti, þannig af afraksturinn hjá Ferrari varð aðeins 1. stig.
En auðvitað er þetta stórkostlegt fyrir Button, fyrsti sigurinn og hann búinn að bíða lengi (130 keppnir), einnig mikilsverður áfangi fyrir Honda, að ná sigri og Barrichello í 4. er eitthvað sem þá hefur lengi vantað.
Pedro de la Rosa og Heidfeld kunnu líka vel við sig á pallinum og Kubica á einnig skilið gott hrós, Villeneuve hlýtur að finna hita í afturendanum.
En í heild var þessi kappakstur hin besta skemmtun, auðvitað hefði ég viljað að afraksturinn væri meiri en 1. stig, en það eru enn 5 mót eftir, allt getur gerst, en hins vegar verður það að teljast slæmt að geta ekki notað það sjaldgæfa tækifæri sem gefst þegar Alonso fellur úr leik til að sækja á.
Button vinnur jómfrúarsigur í ótrúlegum kappakstri í Búdapest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.