Mi van haladó -ra?

Það virðist vera svo að það megi ekki missa af nokkurri stund hvað varðar Formúluna þessa dagana.

Vaknaði örlítið seint í morgun í tímatökuna, kem inn í hana miðja eða svo, og viti menn, þulurinn byrjar að tala um að "Skósmiðurinn" sé líka búinn að fá tímavíti, allir tímar færðir aftur um 2 sec.

Ef marka má fréttir er þessi refsing engan vegin óeðlileg.  Aksturshegðan hans bauð ekki upp á annað en honum yrði refsað.  En það er verulega skrýtið að þessi reynslubolti skuli hegða sér svona.

Það er rétt eins og hann hafi viljað sýna Alonso að hann myndi vinna hann, hvernig sem allt væri, hann þyrfti ekki neina "forgjöf".  En slíkt er ábyggilega ekki raunin, enda veit Schumacher að það eru stigin sem telja, ekkert annað skiptir máli.

En kappaksturinn á morgun verður vonandi skemmtilegur, það verður tilbreyting að sjá "aðra" ökumenn í forystunni.  Raikkonen kemur sterkur inn og Massa fær tækifæri til að vinna keppni.  Barrichello hungrar einnig í sigur.  Svo verður að sjálfsögðu skemmtilegt að fylgjast með hvernig þeim "félögum" Schumacher og Alonso gengur að krafla sig upp í stigasæti.  Brautin býður ekki upp á auðvelda framúrakstra, en þetta eru jú toppökumenn.


mbl.is Räikkönen á ráspól í Búdapest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband