Eru taugarnar að bila?

Venjulega hef ég ekki gefið mikinn gaum að því sem gerist á föstudagsæfingunum, enda ökumenn og lið að prufa hitt og þetta og safna upplýsingum.

En nú ber nýrra við, Alonso virðist hafa misst stjórn á skapi sínu og fær tímavíti fyrir vikið.  Ég bíð spenntur eftir frekari upplýsingum um þetta atvik, svo og tímatökunni í fyrramálið og ekki síður keppninni á sunnudag.

Það er engu líkara en Alonso þoli ekki mótlætið, skapið sé farið að hlaupa með hann í gönur.  Líkurnur á að Ferrari og Schumacher hampi titlunum báðum, aukast með hverjum deginum.

Það leiðist mér ekki.

Sjá hér aðeins ítarlegri frásögn af þessum atburði á ruv.is

P.S. Bæti hér við smá útskýringu, frétt mbl.is, var svo stutt þegar ég las hana fyrst, en nú hefur verið bætt verulega við hana, sem er auðvitað til mikilla bóta, enda hún öll ítarlegri.


mbl.is Alonso refsað með tímavíti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband