Íslenska útrásin kemur til Toronto

Þá er "íslenska útrásin" komin hér í næsta nágrenni við mig, það er að segja ef þessi áform þeirra Avion manna ganga eftir.

Höfuðstöðvar Atlas Cold Storage eru á Yonge Street hér í Toronto (lengsta gata í heimi, segja Kanadamenn), en frystigeymslurnar þeirra sjást víða.

Það er svolítið skondið að auðvitað man ég vel eftir bæði Baldri og Magnúsi sem Akureyringur (með stórum staf), en það er allt önnur saga.  Ef til vill rekst ég á þá félaga "down town" einhvern daginn.  En ég óska þeim alls hins besta í "útrásinni" hingað til Toronto.

Þetta blog er tengt frétt mbl.is, en Globe and Mail er líka með frétt um málið og fyrir þá sem hafa áhuga er Atlas auðvitað með heimasíðu.


mbl.is Avion gerir yfirtökutilboð í kanadískt frysti- og kælifyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband