Heitt og sveitt

Það hefur verið heitt og sveitt andrúmsloftið að Bjórá í dag.  Hitinn kominn í um 30°C kl. 9 í morgun og hafði ekki náðst niður fyrir það nú ríflega 9 í kvöld.  Um miðjan daginn var hitinn hér í borginni því sem næst óbærilegur. 

Ég heyrði það enda í útvarpinu að með rakanum væri hitinn sambærilegur við u.þ.b. 41°C.  Úff.

Þetta er ekki veðrátta fyrir nábleika Íslendinga eins og mig.  En það er einmitt fyrir daga sem þennan sem bjórinn var fundinn upp.

Framan af degi var þó eingöngu þambað vatn, enda leyfa Íslensk gen enga uppgjöf, og var ekið vítt og breitt um borgina, komið við í hinum ýmsu verslunum og dæst af ákefð, þá vegalengd sem þurfti að ganga á milli loftkælds bílsins og loftkældra verslana.

En bjórinn um 6 leytið var óneitanlega góður og svalaði eins til var ætlast og bætti sömuleiðis geðið.  Góður Slóvenskur bjór gerir það yfirleitt.

Grillaður lax úr Kopará (Copper River) bætti geðið enn frekar, einstaklega ljúfur matur.

Vonandi kólnar vel með kvöldinu, þannig að hægt verði að opna glugga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get nú ekki sagt að ég vorkenni þér rassgat !

Sumarið hér norðan heiða hefur reyndar verið með besta móti það sem af er.

Í dag er hinsvegar norðan nepja og 7°C hiti :(

Veiddir þú laxinn sjálfur ? ... getur maður ekki farið að koma í veiðiferð til þín ?

Gæti komið í byrjun sept. tekið veiði, golf og krullu....verið í fríu uppihaldi hjá þér !

he he

Aðils (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég þarf ekki á neinni vorkun að halda, nema þeirri sem flutt er hingað í vökvaformi frá Tékklandi og Slóveniu, og skammta ég þá vorkun sjálfur.  Hún hefur líknað mér vel hingað til.

Hvað varðar laxinn þá veiddi ég hann ekki.  Kopará er enda í Bresku Kolumbíu ef ég man rétt.  En það er hægt að veiða í Ontario, en flestar bestu laxveiðiárnar eru í BC eða Norðurhéruðunum.  Gallinn er sá að ár og vötn verða svo heit hér sunnarlega, að silungur t.d. heldur sig á gríðardýpi.

Golfvellir eru hér því sem næst í göngufæri, en ég veit ekki hvað krullan byrjar snemma.

En þú ert auðvitað velkominn að Bjórá, en eins og þú veist er ekkert sem heitir frír hádegisverður.  Fæði yrðir þú að borga dýru verði með barnapössun og skúringum.  Svo er gæti ég ábyggilega notað þig við uppskeruna.

G. Tómas Gunnarsson, 27.6.2007 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband