Andstæður - Heilsa og lýðræði

Þetta er skrýtin og nokkuð skondin frétt.  Það er þó ekkert nýtt þegar fréttir og yfirlýsingar frá Evrópusambandinu eru annars vegar.

Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að óska Castro bata, en að tengja það saman við bata lýðræðis á Kúbu finnst mér nokkuð skrýtið.  Persónulega tel ég þetta tvennt vera ólíklegt til að fara saman.  Það er að segja, að á meðan heilsa Castros er góð, er ólíklegt að lífi verði blásið í lýðræði á Kúbu.

En þó að það sé ekki rökrétt að velja á milli lýðræðis þjóðar og heilsu einstaklings, þá held ég að ég væri ekki í vafa ef ég væri um það beðinn.  Myndi það ekki hljóma á spænskunni: 

Vive la democracia?


mbl.is ESB óskar Castro og lýðræðinu á Kúbu skjótum bata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband