Heitasta auðlindin

Ég man vel eftir því þgar ég var lítill og við höfðum olíukyndingu.  Heita vatnið kom úr ca 400 lítra hitavatnstanki og skipuleggja þurfti baðferðir fjölskyldunnar til að allir hefðu einhvern yl á vatninu.

Olíubíllinn kom svo með reglulegu millibili og fyllti á stóran tankinn.

Það var gjörbylting þegar hitaveitan kom.  Endalaust heitt vatn.

Jarðhitinn er gríðarleg auðlind, án efa "heitasta" auðlind Íslendinga.  Hitar upp megnið af húsum landsmanna, tryggir "endalaust" heitt vatn úr krananum og framleiðir rafmagn í sívaxandi mæli.

Allt á vistvænan máta. 

Vissulega er jarðrask af framkvæmdum og alltaf spillist náttúra, bæði af framkvæmdum sem og byggingum, rafmagnslínum, heitavatnspípum og svo framvegis.  Sjónmengun er af þessu sömuleiðis.

En þetta eru ómetanlegar auðlindir og spara þjóðarbúinu gríðarlegan innflutning, tryggir betri lífskjör og skapar gríðarleg verðmæti og þekkingu.

Sjálfur bý ég svo aftur við þau kjör, að hafa eingöngu úr "einum hitavatnstanki" að spila nú hitaðan upp með jarðgasi.  Ég sakna því Íslenska hitaveituvatnsins, á hverjum degi, þegar ég fer í sturtu eða bað.


mbl.is BBC fjallar um íslenska jarðhitann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband