24.6.2007 | 05:19
Skringilegt
Mér þykir það alltaf skringilegt þegar talað er um stafræn eða "digital" heimili. Ég fer alltaf að velta því fyrir mér hvort að ég búi þá á "analogue" heimilim eða hvaða orð skyldi nú lýsa best þessum "gamaldags" heimilum?
Hér að Bjórá eru allir veggir úr timbri og múrsteinum eða steinsteypu. Hér þarf heimilisfólkið að kveikja og slökkva "handvirkt" á ljósum og þar fram eftir götunum.
En hér er þó mikið af stafrænu "dóti". Fyrst skal nefna tölvuna, svo er það myndvélin, forritanlegi hitastillirinn (sem stjórnar miðstöðinni og loftkælingunni), þvottavélin er orðin stafræn að mestu leyti, geislaspilarinn, DVD spilarinn, síminn og sitthvað fleira mætti líklega til telja.
Ekki má heldur gleyma öllu stafrænu leikföngunum sem yngri kynslóðinni hér hefur áskotnast.
En öll þessi tæki eru "sjálfstæð" en ekki miðstýrð. Vissulega væri ég til að að "miðstýra" heimilinu í auknu mæli, það eru ótvíræð þægindi.
En í mínum huga er heimilið ekki græjurnar, heldur húsakynnin sem ég reikna ekki með að verði "stafræn" á mínu æviskeiði. En tölvuvæðing heimila og heimilistækja mun án efa halda áfram.
Ég held að tölvuvædd, miðstýrð og stafræn" "heimilistæki" séu því skemmtileg, en mér þykir skringilegt að tala um "stafræn heimili".
Verslun fyrir stafræn heimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.