21.6.2007 | 04:15
Vogar Alcan sér
Það er gott að fólkið í Vogum er jákvætt. Það verður fróðlegt að fylgjast með staðarvali Alcan en þeir virðast eiga betri möguleika víðast hvar annars staðar en í Hafnarfirði.
Uppbygging á landfyllingu í Hafnarfirði þykir mér ekki líkleg, en ber vott um nokkra örvæntingu af hálfu Samfylkingarmeirihlutans þar.
Þó að vissulega muni það kosta Alcan meira að loka og byggja annars staðar, heldur en uppbygging í Hafnarfirði kostar, kann það að vera mun fýsilegri kostur til lengri tíma litið, enda vilji fyrirtæki yfirleitt vera þar sem íbúar jafnt sem stjórnendur bæjarfélaga eru jákvæðir gagnvart starfsemi þeirra og hefta ekki stækkunarmöguleika þeirra.
Í ljósi þess má álykta að bæði Vogar og Þorlákshöfn séu álitlegri fyrir Alcan en Hafnarfjörður.
Borgarafundur í Vogum veitir bæjarstjórn umboð til viðræðna við Alcan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.