21.6.2007 | 04:04
Þarf að sameina?
Persónulega sé ég ekki þörf fyrir að byggja upp stórskipahöfn í Kópavogi, þó að þar sé sjálfsagt ágætis aðstæður til slíks.
En það má ef til vill velta því fyrir sér hvort að þörf sé á stórskipahöfn í hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu? Eða hér um bil.
Er ekki í þessu sambandi eins og mörgum öðrum betra að hafa hafnirnar færri og stærri?
Er ef til vill þörf á því að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, þannig að betri nýting og samvinna verði þar á milli? Eða í það minnsta að gera eitt heildarskipulag fyrir svæðið?
Einhversstaðar þætti 150.000 manna sveitarfélag ekki ýkja stórt.
Hafnarsvæði mótmælt með borða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.