Gute Nachrichten von Hockenheim, Der Meister ist zurück

Ekki er ég sammála því að keppnin í Hockenheim hafi verið hundleiðinleg eins og upphafleg fyrirsögn þessarar fréttar hljóðaði, ja, nema ef til vill fyrir þá sem láta fátt fara meira í taugarnar á sér í Formúlunni en Ferrari og Michael Schumacher.

Það er líka skrýtin röksemdafærsla að stúkurnar hafi verið tómar vegna þess hve kappaksturinn er leiðinlegur, því varla hefur formúluaðdáendum verið það ljóst fyrirfram að svo yrði, eða hvað?

En vissulega voru yfirburðir Ferrari miklir, það var ekki nema rétt fyrst, þá með mun minna eldsneyti innanborðs sem Kimi Raikkonen gat veitt þeim virkilega keppni, og leiddi fyrstu 10 hringina.  En Kimi verður seint talinn með heppnari ökumönnum í Formúlunni, og skemmdi vandræði í fyrsta þjónustuhléinu nokkuð fyrir honum, þó að það hafi varla ráðið úrslitum hvað varðar sætaskipan í þessum kappakstri.

Barrichello og Webber áttu líka nokkuð góðan dag framan af, en vegna óhappa heltust þeir úr leik, en stigasætin hefðu nokkuð örugglega verið öðruvísi skipuð hefðu þeir náð að klára keppni.

En þó að við fengjum að sjá nokkra netta framúrakstra var ekkert "spectacular" sem við fengum að sjá í þessarri keppni, en það er því miður ekkert einsdæmi, enda hefur sætaskipan oftar en ekki breyst í þjónustuhléum upp á síðkastið.

Stóru tíðindin í þessari keppni, sérstaklega fyrir okkur Ferrari aðdáendur er sú staða sem er komin upp í báðum keppnunum, einstaklinga og liða.  Schumacher er nú aðeins 11 stigum á eftir Alonso og Ferrari aðeins 10 stigum á eftir Renault.  Því má segja að nú séu báðar kepnnirnir opnar upp á gátt.  Ungverjalandskeppnin um næstu helgi gæti hæglega skilað þeim báðum því sem næst á pari inn í fríið sem kemur þar á eftir.

Spennan í mótaröðinni er því að aukast og er það vel.  Ferrari og Bridgestone virðast hafa feykilega sterka blöndu eins og er, en Renault og Michelin þurfa að spýta í lófana, McLaren, Honda og Toyota geta líka átt eftir að hafa þó nokkur áhrif á lokaniðurstöðuna.

Ég bíð því spenntur eftir næstu helgi og keppninni í Ungverjalandi.


mbl.is Schumacher ósnertanlegur í óspennandi keppni í Hockenheim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála þet6ta var fín keppni fyrir okkur Ferarri/schumacer aðdáendur.

ferrara (IP-tala skráð) 30.7.2006 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband