30.7.2006 | 02:16
Risinn gefst upp,
Það eru vissulega tíðindi þegar Wal-Mart dregur sig út af þriðja stærsta smásölumarkaði í heimi. En það sannar enn og aftur að neytendur hafa síðasta orðið. Ef verslanir ná ekki hylli þeirra, þá þurfa þær að pakka saman. Stærstir í heimi, hefur enga þýðingu ef þýskir neytendur kunna ekki að meta verslanir þínar.
Wal-Mart hitti einfaldlega ekki í mark hjá þjóðverjum. Hvað veldur get ég ekki útskýrt, en það verður ábyggilega verkefni hjá mörgum sprenglærðum markaðsfræðingum að kryfja til mergjar.
Hvort að Wal-Mart á eftir að snúa aftur til Þýskalands er ekki gott að segja, en vissulega þurfti Bónus tvær atrennur á Akureyri. Snéru til baka í fyrsta skiptið. Gamansamir heimamenn segja reyndar að þeir hafi ekki tekið Bónus í sátt fyrr en Jóhannes flutti norður, og Bónus varð þannig að nokkru leyti í eigu heimamanns, en það er önnur saga.
Þeir sem hafa áhuga á að lesa meira um uppgjöf Wal-Mart, bendi ég á grein á spiegel.de síðan í gær.
Wal-Mart flýr Þýskaland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.