19.6.2007 | 05:28
Fullt hús
Mér þykir það undarlegt að mót sem þetta sé stöðvað. Ég held að lögreglan hafi hæpnar lagaheimildir á bak við sig í þessu sambandi.
Ekki er verið að spila upp á peninga í hefðbundnum skilningi þeirra orða.
Það tíðkast í mörgum íþróttum (t.d. golfi) að þátttakendur borgi þátttökugjöld. Verðlaun eru síðan af ýmsu tagi, utanlandsferðir, jafnvel bílar, en einnig þekkist að veitt hafi verið peningaverðlaun í íþróttum, t.d. í skák að ég held.
En þetta er enn eitt dæmið um þann tvískinnung sem því miður er svo algengur á Íslandi.
Það væri vissulega þarft verk að fækka boðum og bönnum á "landinu bláa".
Pókermót stöðvað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.