19.6.2007 | 04:08
Afurðastríðið
Það er ekki einfalt mál að skella sér í ræktunina. Eftir að hafa hlýtt leiðsögn konunnar í margar vikur, gróðursett, vökvað, sett upp stuðningskerfi og sitt hvað fleira er farinn að sjást einhver árangur.
En þá fyrst upphefst stríðið. Þeir ferfætlingar sem deila með okkur garðinum hér að Bjórá, þ.e.a.s. íkornar og þvottabirnir telja að sjálfsögðu að allt þetta strit sé gert þeim til hagsbóta. Fiðurfénaðurinn virðist sömuleiðis vera á þeirri skoðun.
Það er því skollið á hálfgert stríð að Bjórá.
Fyrsta skrefið var að setja upp net yfir kirsuberjatréð. Það sljákkaði nokkuð í andstæðingunum við það. En eingöngu í stutta stund. Þeir hefndu sín með því að éta stóran part af laukunum, og skildu afganginn eftir ofanjarðar, eftir að hafa grafið hann upp.
Spurningin er hvort við þurfum að huga að alvarlegum aðgerðum.
Svo eru auðvitað blessuð skordýrin, þau snæða drjúgt og spurningin hvort að þurfi að huga að eitri?
Það er ekki auðvelt að vera með græna fingur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.