Hefði viljað vera þar.....

Þetta eru tónleikar sem ég hefði gjarna viljað sækja.  Þó að ég geti varla talist með stærstu aðdáendum Sigur Rósar, þá kann ég ákaflega vel að meta tónlist þeirra við sumar aðstæður. 

Persónulega get ég varla ímyndað mér betri stað til að njóta tónlistar þeirra en nákvæmlega staðinn sem um er rætt.  Bæjarstæðið að Hálsi og næsta bæ, Hrauni er svo magnað að ég er ekki hissa þó að stemningin hafi verið góð og tónlistin notið sín vel.

Eftir á hefði svo verið tilvalið að rölta upp að Þverbrekkuvatni, kasta fyrir silung, veiða nokkra titti og grilla þá í sumarnóttinni á bakkanum

Ég sé þetta allt fyrir mér og heyri örlítin óm af tónlistinni.


mbl.is Góð stemning á tónleikum Sigur Rósar í Öxnadal í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband