28.7.2006 | 23:54
Skitinn dagur
Þetta er búinn að vera óttalega skitinn og leiðeinlegur dagur. Einn af þessum dögum sem ekkert virðist ganga upp, reyndar virðist flest vera til leiðinda.
Verkstæðið sem ég skipti við er búið að klúðra jafn einföldum hlut og að skipta um dekk á bílnum okkar. Það sprakk hjá konunni, hún kallaði á "sörvis" og sá sett undir "aumingja" varadekkið sem auðvitað er ekki hægt að keyra á lengi. Síðan var vagninn keyrður á verkstæði, stuttu eftir hdegið í gær. Þeir hringja stuttu seinna, segja dekkið ónýtt, það verði að kaupa nýtt, þeir eigi það ekki til, verði að panta það. OK, sagði ég.
Síðan spurðist ekkert meira til þeirra, þannig að ég kom við þar um 2 leytið í dag. Ekkert verið gert, þeir segja að tölvurnar þeirra séu í ólagi, þeir viti ekki hvort dekkið er komið eða ekki, allt lagerhald sé í volli. Ekkert hafði heldur gerst þegar ég kom við þar um 6 leytið. Þeir byrjaðir að tala um mánudag.
Fór svo og skilaði af okkur lyklunum að íbúðinni sem við höfðum á leigu. Lenti í rifrildi við "bitchið" sem var leigusalinn okkar. Hún taldi okkur því sem næst hafa lagt íbúðina í rúst. Vildi fá þetta og hitt bætt. Taldi okkur skulda sér í það minnsta 700 dollara. Ryð á sturtuklefahurð varð að stórmáli.
Hörkurifrildi um hvað það væri sem teldist eðilegt "wear and tear". Varð svo þreyttur á þessu öllu saman að ég borgaði 300 dollara bara til að komast í burtu.
Ákvað að stoppa á heimleiðinni hjá Swiss Chalet, kjúklingastað. Keypti fjölskyldupakka. Þegar heim var komið kom í ljós að þeir höfðu gleymt að láta frönsku kartöflurnar fylgja með. Of mikið mál að fara og kvarta. Frekar ákveðið að sitja við borðið og bæta á sig einum "köldum" til að bæta skapið.
Já, suma daga er það tvímælalaust til bóta að ég hef ekki byssuleyfi, í það minnsta svona eftir á að hyggja.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.