17.6.2007 | 03:04
Hæ, hó og sextándinn
Eins og venja er til fagna Íslendingar hér í Toronto og nágrenni Þjóðhátíðardeginum. Það er þó hefð að gera það helgina undan eða eftir, því að sjálfsögðu er dagurinn ekki frídagur hér í Kanada. Gjarna verður laugardagurinn fyrir valinu og svo var það þetta árið. Það voru grillaðar pylsur og borgarar, etin Prince Polo, farið í sund og menn skemmtu hvor öðrum. Það var enginn "Íslenskur bragur" á Þjóðhátíðarveðrinu, sól skein í "heiði" og hitinn var eitthvað á fjórða tuginn í celsíus gráðum talinn.
Foringinn kunni afar vel við sig í sundlauginni og var fyrsti maður út í og þó að honum væri orðið ofurlítið kalt, svaraði hann spurningunni um hvort hann vildi ekki koma upp úr alltaf: "Ég þarf að synda aðeins lengur."
Set hér inn 2 stutt myndbönd sem ég tók á littlu "imbavélina" mína.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 19.6.2007 kl. 02:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.