Brakandi þurkur

Hér að Bjórá hefur verið brakandi þurkur í gær og dag.  Svo brakandi er þurkurinn að Íslenska bóndagenið tók sig upp í húsbóndanum í gær og ég dreif mig í því að slá lóðina, sem hafði verið trassað vegna anna við bað- og herbergismálun.

Slægjan var ekki mikil en þornaði skjótt í hitanum.

Heimilisfólkið tollir illa úti við yfir hádaginn og jafnvel Foringinn kemur inn og segir að það sé frekar heitt og hann ætli að vera inni og fer síðan með bílana sína niður í kjallara þar sem andrúmsloftið er alltaf svalara.

Í gær fór hitinn langt yfir 30°, en gaf örlítil grið í dag og var fór ekki mikið yfir þriðja tuginn.

Síðan fór húsbóndinn út rétt fyrir háttinn og brynnti gróðrinum, enda er vonast eftir góðri uppskeru af kartöflum, gulrótum, paprikum og tómötum.  Einhver von er ennþá um að baunirnar taki við sér.

Kirsuberin eru byrjuð að taka lit, þannig að nú hefst baráttan við íkornana og fuglana um hverjir fái að njóta þeirra.

Nú þegar er byrjað að nytjaaf rósmarin, steinselju og myntuna, en dillið lætur ennþá bíða eftir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband