Kvótinn búinn?

Ég held ekki bókhald yfir það hversu oft er grillað, en það er þó næsta ljóst að "grillkvótinn" er búinn þetta árið, ef ekki á að stefna heilsu og vellíðan fjölskyldunnar í hættu.

En það er eitthvað sem segir mér að grillað verði "utan kvóta" vel fram á haustið.  Það er nefnilega allt annað líf að elda utanhúss, og svo mikið þægilegra þegar heitt er í verði að vera ekki að kveikja á ofninum eða eldavélinni, sem hitar upp eldhúsið og næsta nágrenni.

Það er því umhverfisvænt að grilla, enda þarf þá ekki jafn mikla loftkælingu.

Hitt er svo annað mál, að auðvitað reyni ég að forðast það að brenna matinn og gildir þá einu hvort ég elda á pönnu, í potti, í ofni eða á grillinu.  Ég er ekki einn af þeim sem sækist eftir tjörubragðinu.

Sömuleiðis er ekki notað mikið af grillsósu, eða sterkri marineringu, enda þykir mér best að kjötbragð sé of kjötinu og fiskbragð af fiskinum.  Salt og Malabar pipar er þó notað í hæfilegu magni.  Annað sem þykir gott að nota á þessu heimili er olífuolía, jógurt, whisky, og eitt og annað smáræði af kryddi, svo sem rosmarin, steinselja og blóðberg svo nokkur dæmi séu tekin.  En allt í hófi, þannig að bragð hráefnisins njóti sín.


mbl.is Grillarar lifa hættulegu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband