Líst vel á þetta

Ég verð að viðurkenna það á mig að vera hálfgerður fréttafíkill, þó að ég hafi lært að hafa hemil á þessarri fíkn eins og ýmsum öðrum, en þó reikna ég með að það væri erfiðara að skrúfa fyrir hana heldur en mér reyndist að gera slíkt við tóbakið.

En mér líst vel á nýjan vefmiðil á Íslandi, enda nýti ég mér vefmiðla ákaflega mikið og er reyndar ekki áskrifandi að neinum fjölmiðli nema þeim sem eru á "kaplinum" hjá mér.  Ég reyni svo að auka dýptina með því að kaupa mér reglulega tímarit, en hef þau ekki í áskrift, heldur vel eftir því hvernig efni á forsíðu höfðar til mín.  Þau sem helst verða fyrir valinu er The Economist, MacLeans og Canadian Business.  Svo kaupi ég Globe and Mail nokkuð oft í lausasölu.

Það er margt sem mælir með vefmiðli, fréttirnar birtast strax, dreifikostnaður er lítill, öllum Íslendingum(og líka "'útlendingum" eins og mér) berast fréttirnar á sama tíma og svo mætti lengi telja.

En það ver vissulega ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar farið er í samkeppni við mbl.is, visir.is og ruv.is, en ég hef þó sterka trú á því að rými sé fyrir fréttavef til viðbótar og þeir bloggarar sem hér eru nefndir, kunna báðir að trekkja að lesendur.

En nú er bara að bíða og vonandi sjá.

 


mbl.is Nýr veffréttamiðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband