Hátt eða lágt?

Það er mikið talað um þéttingu byggðar, það er mikið talað um betri almenningssamgöngur, það er mikið talað um umhverfismál.

Nú ætla ég ekki að fara að ræða þetta einstaka mál, enda ég ekki sérstaklega staðkunnugur, þó að ég hafi stöku sinnum rölt um miðbæ Hafnarfjarðar og gert þar góð kaup, sérstaklega í skartgripum og selskinnsbuddum, en það er önnur saga.

En hinu verður ekki móti mælt að á Íslandi er byggt dreift.  Það gerir það að verkum að að borgin og bæir á Íslandi taka yfir óhemju stór landsvæði.  Það má auðvitað halda því fram að það séu stærstu umhverfisspjölllin á Íslandi og að mörgu leiti ónauðsynleg og engum til gagns, heldur bölvunar.

Það er líka ljóst að almenningssamgöngur eru óhagstæðari þar sem dreift er byggt, enda fólksfjöldi á ferkílometer ákaflega lítill.

En þétting byggðar virðist afar umdeilt mál á Íslandi, þó að margir séu fylgjandi henni, eru ákaflega fáir sem virðasta vilja að slíkt gerist í sínu næsta nágrenni.

Ef til vill má segja að Ísland sé verr fallið fyrir háhýsi en lönd nær miðbaug, þar sem "skuggakast" verður mun meira þar sem sól er lágt á lofti, en það er líka ljóst að það verður ekki bæði sleppt og haldið, lág byggð þýðir að meiri náttúru verður spillt, að almennningssamgöngur verða ólíklega jafn góðar og hagkvæmar og þar fram eftir götunum.

En það er líka hægt að sammælast um að það sé einmitt eins og Íslendingar vilji hafa það, eða hvað?


mbl.is Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði leggjast gegn byggingu háhýsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband