12.6.2007 | 02:07
Einstakur kappakstur í Montreal
Það var óneitanlega ónægjulegt að sjá Hamilton vinna keppnina í Montral og setjast með því í toppsæti ökumanna, það er ótrúlegt á sínu fyrsta keppnistímabili í Formúlunni.
En þetta var einstök keppni, enda líklega hvergi nema í Montreal sem bjór (dýrategundin) þvælist fyrir ökumönnum. En þessi keppni bauð upp á spennu og drama. Öryggisbílinn var sem oft áður í Montreal í stóru hlutverki og verður alltaf nokkur hlutaveltubragur á því þegar slíkt gerist.
Það er gríðarlegt fagnaðarefni að Kubica slapp því sem næst ómeiddur og er nú þegar búinn að yfirgefa sjúkrahúsið þegar þetta er skrifað, það sýnir að öryggisbúnaðurinn þjónar tilgangi sínum.
En hlutskipti okkar Ferrari manna var rýrt. Klaufaskapur hjá Massa, og auðvitað gat keppnisstjórn ekki gert neitt annað en að dæma hann úr leik, og Raikkonen átti ekki góðan dag. Það er ekki ólíklegt að Ferrari menn vilji gleyma þessum kappakstri sem fyrst.
En það er vonandi að þetta verði eins og í fyrra en þá náði Ferrari góðum kafla á Indy og þar á eftir, en hann þarf að vera lengri þetta árið, ef við ætlum að landa titlum.
Þó að það væri vissulega leiðinlegt að sjá engan Ferrari ökumann á verðlaunapalli, var það þó betra en ekkert að sjá þar tvö "ný" andlit, eða það Heideld og Wurz.
En nú gildir að vera bjartsýnn fyrir Indianapolis.
Hamilton vinnur jómfrúarsigur í farsakenndum kappakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.