10.6.2007 | 05:06
Montreal - Hamilton
Það var býsna magnað að sjá Hamilton vinna sinn fyrsta ráspól, þó að aðeins í sjónvarpi væri. Velgengni þessa unga Breta er með eindæmum og má segja að hann skrái sig á spjöld Formúlusögunnar í hverjum kappakstri.
Ég hef það á tilfinningunni að morgundagurinn verði frekar erfiður hjá mínum mönnum. 4. og 5. sætið er ekki það sem Ferrari aðdáengur vilja sjá. En það verður að halda í vonina og ef til vill verður keppnisáætlunin okkur í hag, eða þá að Ferrari hefur heldur meira bensín á bílunum. En ég er ekki bjartsýnn.
En árangur Heidfeld er líka athygliverður, því ekki veitir af að einhverjir smeygi sér upp á milli "stóru" liðanna.
Líklega vita flestir að Montreal er borg í Quebec, en hér í Ontario er hins vegar að finna borgina Hamilton, líklega færi vel á því að þær skiptust á nöfnum, alla vegna svona um helgina.
Hamilton á ráspól í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það merkilega við fólk almennt að í stað þess að gleðjast yfir velgnegni Hamiltons þá er eins og fólk bíði eftir mistökum hans til að geta sagt, "sjáiði hann er ekki svona góður" Auðvitað mun hann gera mistök einhvverntímann, mistök sem leiða til þess að hann nái ekki í stig. Vonandi hefur hann þann skjöld sem til þarf til að komast yfir það þegar það gerist.
Björn (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 13:41
Persónulega finnst mér magnað að fylgjast með Hamilton og er þeirrar skoðunar að Formúlan þarfnist fleiri ökumanna eins og hans.
Hinu er hins vegar ekki hægt að neita, að þó að ég gleðjist yfir velgengni hans, er sú gleði tregablandin, því hans velgengni þýðir vissulega að mínum mönnum gengur verr.
Auðvitað á hann eftir að gera sín mistök, það gera allir en hann stefnir í það að verða einn af yfirburðarökumönnum Formúlunnar, en hans ferill er ennþá ungur, enda þetta hans fyrsta tímabil.
G. Tómas Gunnarsson, 10.6.2007 kl. 14:27
Hamilton er flottur
Sigurður Sigurðsson, 10.6.2007 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.