3.4.2006 | 23:35
Páskaeggin eru komin
Pakki kominn frá Íslandi. Innihaldslýsing: 3 páskaegg (2 brotin), steiktur laukur, Ópal og Tópas (án vínanda), súkklaðihúðaður lakkrís og kaffi.
Þannig að það er ljóst að við förum ekki í páskahérann þetta árið, en hann ku vera náfrændi jólakattarins hjá þeim sem aðhyllast svokallaða fusionhjátrú. Þökk sé Ellu fyrir góðgætið.
En það er annars merkilegt hvað allt þetta íslenska sælgæti er bragðgott, og þeim mun meira sem ég smakka það sjaldnar.
En það er óneitanlega skemmtileg stemming sem fylgir páskaeggjunum, og þó að kaupa megi páskaegg hér um slóðir, eru þau frekar þunnur þrettándi. Ekki eins gott súkkulaði, ekkert innan í þeim og engin málsháttur. Í raun aðeins súkkulaðistykki með skrýtnu lagi.
Kaffi er líka munaðarvara sem er erfitt að finna gott upplag af, líklega verð ég að fara að kaupa mér kvörn, þar sem auðveldara er að finna gott kaffi ómalað. En annars er það merkileg uppgötvun hvað vont kaffi verður mikið betra með smá skvettu af hlynsýrópi út í.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég man að mér tókst á sínum tíma eftir langa og stranga leit að finna gott kaffi sem selt var malað. En því miður man ég ekki hvað það heitir. Minnir að það hafi komið frá einhverri kaffibrennslu í Vancouver.
Ég trúi þessu vel með hlynsýrópið - þarf að fara að prófa það út í íslenska súrmjólk.
Kristján G. Arngrímsson, 4.4.2006 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.