Ný stjórnarandstaða

Það er alltaf fróðlegt að fylgjast með því þegar ný ríkisstjórn tekur við og ekki síður að sjá menn máta sig í stjórnarandstöðuna.

Þannig virðist það ljóst að stjórnarandstaðan ætlar að veita harða andstöðu frá fyrsta degi.  Það mun þó líklega há henni hve sundurleit hún er.  Það er fátt kærleikshvetjandi sem finna má þegar rætt er um VG, Framsóknarflokkinn og þann Frjálslynda.

Það sást glöggt í eftirleik kosninganna hve fátt var með VG og Framsókn og enginn talaði við Frjálslynda.  Það er líka eðlilegt að Framsókn hyggist ná því fylgi sem hún hefur misst yfir til VG og færir sig því nokkuð til vinstri.

En ég yrði ekki hissa þó að kýtur innbyrðis hjá stjórnarandstöðunni verði jafn áberandi og skot þeirra á stjórnina.

En það sem á líklega einnig eftir að setja mark sitt á samband stjórnar og stjórnarandstöðu er að stjórnarandstaðan á enga raunhæfa möguleika á því að fella stjórnina í næstu kosningum.

Þessi ríkisstjórn getur ef gott samstarf tekst setið eins lengi og hún kærir sig um, nema að gríðarleg breyting verði í Íslenskum stjórnmálum.

Því mun stjórnarandstaðan einbeita sér að því að kljúfa stjórnina.

Þegar sjást þess merki að stjórnarandstaðan hyggist einbeita sér að Samfylkingunni, í það minnsta til að byrja með, end liggur hún ef til vill betur við höggi nú um stundir.  Ráðherrar hennar eru nýir og ekki hagvanir í sínum ráðuneytum, og Samfylkingin heldur "frjálslegri" við loforðin.

En "Svarti Péturinn" um hver kom í veg fyrir myndun vinstri stjórnar er í besta falli grátbroslegur.

En það verður fróðlegt að fylgjast með störfum stjórnarandstöðunnar þetta kjörtímabilið, og kann það að gefa sterkar vísbendingar um hvernig hún mun reyna að splundra" ríkisstjórninni.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband