Tvær niðri, ein uppi

Þá er Jóhanna búin að ná niður þriðju tönninni og það er eins og við manninn mælt, að það þarf ekki fleiri til að barnið fari að gnísta tönnum.  Um leið og birtist tönn í efrigómnum upphófust þessi skerandi hljóð svo að á stundum rennur nærstöddum kalt vatn á milli skins og hörunds. 

En þessu er gjarna fylgt eftir með brosi, þannig að hlutskiptið er ekki alslæmt.

Annars hefur lífið að Bjórá verið ósköp ljúft og tíðindalítið á undanfarna daga.  Þó var farið og keypt málning í dag og býður bóndans það að reyna að mála á meðan amma barnanna er hér til að hafa ofan af fyrir ómegðinni.  Vonir standa til að hersingin geti verið sem mest í garðinum á meðan á sullinu stendur.

En veðurblíða mikið hefur verið hér að undanförnu, jafnvel svo að fólki hefur þótt nóg um.  En sem betur fer hefur rignt nokkuð reglulega þannig að loftið hefur hreinsast og væntanlegur matarforði dafnað í beðum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband