15.4.2023 | 21:59
Að gjamma eða að gelta?
Það hefur gjarna verið talað um að "tísta" á Twitter, líklega ekki síst vegna bláa fuglsins. Á enskunni hefur það verið "tweet".
Nú þegar búið er að skipta út fuglinum fyrir hund (Shiba Inu, ef ég hef skilið rétt), segir það sig eiginlega ekki sjálft að byrjað verður að tala um að einhver hafi gjammað, nú eða gelt á Twitter?
Á Enskunni yrði það líklega "barked" eða "growled".
En svo eru auðvitað skiptar skoðanir um hvort að Twitter sé á leiðinni í hundana. En Musk er kokhraustur (sjá viðtal við hanní færslunni hér á undan).
Twitter skiptir bláa fuglinum út fyrir jarm-hund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Grín og glens, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.