Lista(popps)maður kveður

Á tímabili hafði ég mikið dálæti á Ryuichi Sakamoto og einnig á Yellow Magic Orchestra, og enn þann dag í dag á á all gott safn af lögum með honum og hljómsveitinni.

Bæði hann og hljómsveitin YMO höfðu mikil áhrif á tónlistaheiminn. Líklega mætti orða það svo að tæknin hafi verið beisluð á ákaflega upplífgandi máta.

En það er vert að gefa gaum af þeim orðum Sakamoto sem eru í enda fréttarinnar.

""Asísk tónlist hafði áhrif á Debus­sy og Debus­sy hafði mik­il áhrif á mig, svo tón­list­in ferðast heil­an hring um­hverf­is heim­inn," sagði Sakamoto árið 2010."

Þannig hefur það alltaf verið og verður vonandi alltaf.  Menningin blandast, áhrif eru sótt um víða veröld og skemmtileg og áhugaverð tónlist verður áfram sköpuð, án þess að skapararnir séu úthrópaðir um stuld eða "nám".

Sakamoto og YMO, ásamt fjölda annarra raftónlistarfrumkvöðla, höfðu svo gríðarleg áhrifa á "hip hop" og ekki síður "house" tónlist. Stundum var þeim gefið "kredit" stundum ekki.

Þannig gerist það og er ekki alltaf sanngjarnt.

En ég set hér inn lag sem er líklega þekktasta lag YMO, Rydeen, en í hugum Íslendinga sem eru komnir aðeins við aldur, kallast það líklega alltaf "Listapoppslagið".

 


mbl.is Ryuichi Sakamoto látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband