31.3.2023 | 23:52
Erlendir auglýsingasalar
Það virðast býsna margir hafa áhyggjur af því að erlendir "tæknirisar" s.s. Google og Meta séu að verða æ fyrirferðarmeiri í sölu á auglýsingum til Íslenskra aðila.
Auðvitað finnst innlendum aðilum slæmt að missa stóran spón úr aski sínum, en talað um að erlendir aðilar séu með allt að helming auglýsingamarkaðarins.
Það vekur upp margar spurningar sem ég hef hvergi séð svör við. Auðvitað þyrfti að reyna að greina betur hverjir og til hvers er verið að kaupa auglýsingar og ekki síður hvert birtingarnar fara.
Hvað mikið af sölu Google fer t.d. til birtingar á Íslenskum síðum? Líklega eru það þó nokkrar Íslenskar síður sem selja pláss í gegnum Google.
Hvað er stór hluti af auglýsingakaupunum þess eðlis að kaupandi hefur engan áhuga á því að auglýsa í Íslenskum miðlum?
Ferðaþjónusta verður æ stærri partur af Íslensku efnahagslífi, flugfélög, hótel, bílaleigur, gistiheimili, "Air B´n B", bændagisting, veitingastaðir og áhugaverðir viðkomustaðir hafa engan hag eða áhuga á því að auglýsa í Íslenskum miðlum.
Er ekki líklegt að Íslandsstofa sé býsna stór kaupandi að auglýsingaplássi í gegnum erlend netfyrirtæki?
Þess utan eru svo áfengisauglýsingar sem er bannað að birta í Íslenskum miðlum.
Loks má svo velta fyrir sér "snertikostnaði".
Það kæmi mér ekki á óvart að ef þetta yrði skoðað niður í kjölinn, væri niðurstaðan ekki sú réttlæting fyrir ríkisstyrktum Íslenskum fjölmiðlum sem margir vilja vera láta.
Áhyggjur af yfirvofandi gjaldþroti Torgs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Eins og fram kemur í þessari frétt hefur orðið markaðsbrestur (market failure) í íslenskri fjölmiðlun. Enginn íslenskur fjölmiðill þrífst á markaðinum. Nema kannski DV og Heimildin enn um sinn.
Rúv er jú ríkisrekinn og Mogga er haldið upp af you know who.
Það eina sem réttlætt gæti frekari úthald ríkisins á fjölmiðlum - þótt það muni svo heita að miðlarnir séu sjálfstætt reknir - er einfaldlega að viðhalda upplýsingaflæði og opinni umræðu. Er það næg réttlæting? You tell me.
Ég er sjálfur mjög hlynntur því að Rúv verði auglýsingalaust - eftir að hafa kynnst CBC Radio veit ég hverslax lúxus það væri.En ég held að allir viti að það myndi því miður litlu breyta að Rúv færi af auglýsingamarkaði. Af íslenskum miðlum er Rúv sá miðill sem auglýsendur vilja helst auglýsa í. Ef Rúv færi myndi bara fara meiri auglýsingapeningur til "tæknirisanna".
Að ætla sér að reka íslenskan fjölmiðil á auglýsinga- og áskriftartekjum er soldið eins og að ætla sér að ætla sér að reka ljósmyndavöruverslun með því einu að selja filmumyndavélar og framköllunarþjónustu.
Kristján G. Arngrímsson, 1.4.2023 kl. 11:46
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er í sjálfu sér dulítið skrýtið að ríkið dælir milljörðum á milljarða ofan í einn aðila á fjölmiðlamarkaði og svo eru allir hissa á því að "markaðurinn" virki ekki vel fyrir aðra aðila og byrja að tala um "markaðsbrest".
Persónulega er ég þeirra skoðunar að best væri að leggja RUV niður, en geri mér ljóst að fyrir því er ekki mikill vilji.
Næst best væri að halda RUV á auglýsingamarkaði en taka af nefskattinn. Ég er þeirrar skoðunar að ef ríkið ætli að eiga fyrirtæki á samkeppnismarkaði eigi það sama að gilda um opinbera fyrirtækið og önnur fyrirtæki á þeim sama markaði.
Það sem hefur ekki hvað síst skekkt myndina verulega undanfarin ár, er sífelld aukning á nauðungargreiðslum til RUV. Stóraukin fjöldi bæði íbúa og fyrirtækja hefur leitt af sér gríðarlega tekjuaukningu. Það er t.d. í raun út í hött að öll fyrirtæki greiði nauðungargjald til RUV, vegna þess að það er engin að hlusta í þessum fyritækjum sem ekki hefur þegar greitt til RUV, nema ef til vill túristar. Næsta skref verður ef til vill að lagt verði á þá sérstakt RUV gjald við komu til Íslands, því auðvitað er hræðilegt til þess að hugsa að þeir gætu hlustað "ókeypis".
En mér skylst að áætlað sé að nauðungaráskriftin muni skila milljarði meira 2023, en hún gerði 2021. Það er dágóð búbót.
Síðan má líka hugsa sér að "skera" RUV niður, skilgreina ákveðna kjarnastarfsemi tengda menningu o.s.frv. selja aðra hluti eða leggja niður.
Auglýsendur væru sjálfsagt þokkalega sáttir þó að einungis væri 1. útvarpsstöð, 1. sjónvarpsstóð og eitt dagblað. Það einfaldaði þeirra starf. Þeir vilja "dekkun".
En RUV er t.d. með mun stærri köku af sjónvarpsauglýsingum, en útvarpsauglýsingum, ef ég hef skilið rétt. Bylgjan hefur enda verið sú stöð sem mest hefur verið hlustað á, sérstaklega af "prime hópnum" eins og það er stundum kallað.
Það eru reyndar mun fleiri fjölmiðlar starfandi en RUV, Moggi, DV og Heimildin. Þar má nefna Viðskiptablaðið, vb.is, Vísi.is, Mbl.is, Útvarp Saga, auk fjölda annara smærri fjölmiðla, sumir svæðisbundnir.
Ég hef engar áhyggjur af "umræðunni" þó að Fréttablaðið og Hringbraut hverfi. Hún finnur sér alltaf farveg, og gríðarleg gróska er í alls kyns hlaðvörpum og síðum þar sem birtast greinar og fram fara skoðanaskipti.
Nauðungaráskrift skekkir hins vegar alla myndina og gerir öðrum miðlum erfiðara fyrir að fara í áskriftarmódel, enda líta margir svo á að RUV sé ókeypis.
Það er líka því miður að sumir smærri fjölmiðlar virðast gera lítið annað en að skrifa upp fréttir (og jafnvel minningagreinar) og gera lítið annað en að taka slagkraft frá öðrum miðlum og verðfella fréttaskrif.
G. Tómas Gunnarsson, 1.4.2023 kl. 19:38
Persónulega er ég alveg til í að vera í "nauðungaráskrift" að Rúv, ég nota eiginlega enga aðra íslenska fjölmiðla. Mér finnst enginn annar fjölmiðill komast nálægt Rúv að gæðum hvað varðar fréttastofuna. Ég held svei mér þá að fréttir séu orðið það eina sem ég sæki í íslenska miðla.
Ef Rúv yrði lagt niður gæti enginn komið í staðinn, það er ég alveg sannfærður um, einfaldlega vegna þess að þá yrði bara horft til gróðasjónarmiða og alvöru fréttir eru - eins og við höfum jú nýlega rætt - ekki vænleg söluvara, amk. ekki á Íslandi.
(Hitt er svo önnur saga að mér skilst að fréttavefur NYT hafi milljónir áskrifenda og lesenda - enda einn af afburðamiðlum heimsins).
Ég veit ekki alveg hvort allar tekjur ríkisins af "nauðungaráskriftinni" renna beint til Rúv, fremur en bensínskattur rennur allur í vegakerfið, eins og hann á þó að gera, skilst mér. En hverjir eru rukkaðir um nefskattinn má deila um og mér finnst það valid punktur hjá þér að fyrirtæki ættu ekki að greiða hann.
Í þessu öllu saman finnst mér samt mikilvægt að halda því alltaf til haga að Íslendingar treysta fréttastofu Rúv alltaf langbest af öllum fréttamiðlum, og það finnst mér benda til að mun fleiri en ætla mætti af umræðunni séu eins og ég alveg sáttir við að borga sinn "nauðungarskatt" - mér finnst Rúv vera alveg þess virði.
Kristján G. Arngrímsson, 1.4.2023 kl. 20:00
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Persónulega er ég ekki í "nauðungaráskrift" að RUV og væri í raun ekki tilbúinn að vera það. Myndi þó líklega taka það framyfir fjárnám og/eða fangelsisvist.
Það er ekkert að því að þú viljir greiða nauðungaráskrift, vandamálið eru allir þeir sem eru neyddir til þess gegn vilja sínum.
Þegar margir líta svo á að RUV sé "ókeypis, gerir það t.d. öllum öðrum erfiðara fyrir að byggja upp "áskriftarmódel", því hvers vegna að borga fyrir það sem ríkið lætur í té "ókeypis"?
Það eitt og sér má segja að gjaldfelli fréttir.
Ef þú telur að svo margir séu sáttir við að greiða gjaldið til RUV, er þá ekki tilvalið að bjóða upp á frjálst áskriftarmódel, og láta RUV vera þá RUV vera þar í fararbroddi í að kenna almenningi að fréttir og annað dagskrárefni kosti?
Eða þá að fara þá leið sem viðruð hefur verið, að bjóða skattgreiðendum að velja á skattskýrslu hvert "fjölmiðlagjaldið" þeirra færi. Jafnvel skipta því á milli nokkurra aðila.
Þarf RUV nokkuð að óttast slíkt?
G. Tómas Gunnarsson, 1.4.2023 kl. 21:02
Hver er þessi youknowwho?
Hver er munurinn á taprekstri Heimildarinnar (og forvera) og taprekstri Moggans (og Fréttablaðsins)?
Hefur aðaleigandi Fréttablaðsin og co. Verið í útgáfu til að græða, eða tilgangurinn annar?
Hefði formaður blaðamannfélagsins verið jafn ægilega sorgmæddur ef Mogginn hefði hætt?
ls (IP-tala skráð) 1.4.2023 kl. 21:51
Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hver punkturinn hjá þér er í síðustu athugasemd.
En það væri vissulega athyglisvert að vita hversu margir Íslendingar eru í raun ósáttir við að Rúv sé rekið fyrir skattfé. Eins og ég sagði held ég að flestir séu sáttir við það, umræða um annað er fámenn, hefur mér sýnst.
Auk þess er ég ekki alveg viss um að margir haldi að Rúv sé ókeypis, almennt held ég nú að fólk sé upplýstara en svo. En um þetta er vissulega erfitt að fullyrða.
Þetta sem þú segir um að velja hvert fjölmiðlaskatturinn fer held ég að myndi verða counterproductive því að þar með myndu skatttekjur til handa fjölmiðlum þynnast út og sennilegast ekki verða til neinn fjölmiðill sem talist gæti almennilegur fréttamiðill.
Mér dettur í hug að núorðið, þegar helmingur allra auglýsingatekna sem er að hafa hérlendis fara til útlendra miðla, sé kanski bara hreinlega ekki grundvöllur fyrir nema einum alvöru fréttafjölmiðli á landinu.
Eitt enn. Ég held að flestir þeir sem hvað mest tala gegn rekstri Rúv séu á móti því af pólitískum/hugmyndafræðilegum ástæðum, ekki faglegum. Sjálfur byggi ég mína skoðun á Rúv eingöngu á prakstískum forsendum. Eins og ég hef sagt held ég að enginn "frjáls" fjölmiðill yrði til mikils nýtur hérlendis til vandaðs fréttaflutnings. Fyrir utan að slíkum miðli yrði aldrei dreift um landið allt því að það myndi aldrei borga sig.
Almennt traust Íslendinga á fréttastofu Rúv finnst mér benda eindregið til þess að meginþorri landsmanna sé sama sinnis og ég. Það er ekki í sjálfu sér neitt atriði að Rúv sé ríkisrekið, þetta er ekki spurning um pólitík/hugmyndafræði. Ríkið er bara eini aðilinn sem getur haft bolmagn til að reka alvöru fréttamiðil á faglegum forsendum núorðið.
Kristján G. Arngrímsson, 1.4.2023 kl. 22:04
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það væri einfaldast að gera slíka "könnun" á skattskýrslunni.
Spyrja einfaldlega hvort að framteljandi vilji að dregið sé af sér útvarpsgjald, til þess að RUV geti starfað.
Þó að margir geri sér líklega grein fyrir því að RUV er ekki ókeypis, er það afar líklegt að flestir leiði ekki hugann að því nema í besta falli stöku sinnum.
Rétt eins og margir gera sér littla grein fyrir því að þeir séu að borga undir þjóðkirkjuna.
Líklega er það margt af unga fólkinu, sem aldrei hlusta á RUV, sem gerirs sér grein fyrir að þeir séu að borga fyrir þjónustu sem það aldrei nýtir ´ser. Svo ekki sé talað um þá sem koma til að vinna í ef til vill 1 eða 2 ár á Íslandi.
Það má svo deila um hversu "faglegur" fréttaflutningur RUV er oft á tíðum, en í slíkum málum fæst aldrei niðurstaða.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-01-bladamadur-heimildarinnar-vill-afsokunarbeidni-og-milljon
Hver er aðkoma Samherja, að ".. Samherja málinu svokallaða"?
Langflestum (ef ekki öllum) miðlum á Íslandi er í raun dreift um allt land, og meirihluta heims. Ég held t.d. að Bylgjan sé ekki með minni útbreiðslu en RUV, en hitt er svo að þar sem er internet, þar nást fjölmiðlar.
Man ekki betur en RUV sé að stórum hluta dreift um dreifikerfi Sýnar.
Líklega nýtur RUV svo þess sem stundu er kallað "hefðarvald", eða "hefðarstyrkur", enda verið að lengur en elstu menn muna og lengst af eitt á markaðnum.
Það gætu fjöldi aðila rekið "alvöru" fréttamiðil á "faglegum" forsendum fyrir mikið minna fé en RUV gerir það.
Svo væri líka möguleiki að ríkið einfaldlega ræki fréttastofu (ef það er talið svo nauðsynlegt) og biði öðrum miðlum að senda þær út.
En ef til vill styttist í "RD", eða "Ríkisdagblaðið", enda varla hægt að hugsa sé að prentmiðlar deyji út, eða hvað, þó að það sé næsta óumflýjanlegt, og það líklega fyrr en margan grunar.
G. Tómas Gunnarsson, 1.4.2023 kl. 22:48
@ls,þakka þér fyrir þetta. Auðvitað skiptir öllu máli að "málstaðurinn" sé "góður" og helst af öllu "göfugur".
Reyndar hefur rekstur Moggans og skyldra félaga skánað mikið, sbr:
Árvakur hf., útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, var rekinn með 110 milljóna króna hagnaði í fyrra en árið á undan var tapið 75 milljónir. Móðurfélag Árvakurs, Þórsmörk ehf., var rekið með 186 milljóna króna hagnaði, en tap þess var 62 milljónir árið 2020. Tekjur Þórsmerkur námu 4,9 milljörðum króna og jukust um tæpar þrjú hundruð milljónir á milli ára.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/05/03/jakvaed_throun_i_rekstri_arvakurs/
En það þarf þolinmótt fjármagn í slíka starfsemi á tímum sem þessum. Þetta gildir fyrir 2021, en ég hef ekki séð tölur fyrir ´22 en þær koma líklega á næstu mánuðum.
Persónulega finnst mér framganga formanns blaðamannafélagsins með eindæmum undanfarið, en það verður æ skiljanlegra vegna hvers fréttamenn RUV fluttu sig yfir.
G. Tómas Gunnarsson, 1.4.2023 kl. 23:09
Eru slatti af milljörðum ekki praktískar forsendur?
Reyndar væri gott að sjá vandaðann fréttaflutning í Íslenskum miðlum, og sjálfsagt einhverju eyðandi í það. Ég kann hins vegar ekki leiðina að því marki.
Og ég hafði ekki tekið eftir því að Mogginn væri kominn í hagnað. Verður ekki að drífa í að leiðrétta það með einhverjum hætti? Veiðigjöldum kannski?
ls (IP-tala skráð) 1.4.2023 kl. 23:35
@ls, þakka þér fyrir þetta. Á ég að trúa því að þú hafir misst af frétt RUV um að Mogginn (Árvakur) skilaði hagnaði? Ég veit reyndar ekki hvort hún birtist, en ég missti alla vegna af henni, en það væri reyndar líklegra en ekki.
Vandaður fréttaflutningur er loðið og teygjanlegt hugtak, ekki síður en "klám". Sitt sýnist gjarna hverjum.
En ég er ekki að skilja "kommentið" með praktísku forsendurnar, en það gerir svo sem lítinn skaða.
G. Tómas Gunnarsson, 2.4.2023 kl. 02:24
Kommentið um praktískar forsendur þýddi bara að ég er ekki endilega að horfa á þetta á pólitískum/hugmyndafræðilegum forsendum. Það skiptir mig í sjálfu sér engu máli að Rúv er ríkisrekið, mætti mín vegna vera í einkaeigu, en ég bara held að fjölmiðill í einkaeigu gæti aldrei orðið eins og Rúv er núna í því auglýsingaumhverfi sem nú er. Uppáhaldsfjölmiðillinn minn er t.d. NYT sem er jú einkarekinn. Líka nota ég mikið DR, sem er ríkisapparat. Hef hér áður lýst því að mér þyki til koma FT og WSJ, það síðarnefnda er i eigu erkikapítalistans Murdochs.
Ég held hins vegar að megnið af gagnrýni á Rúv eigi sér pólitískar rætur. Þannig séð erum við kannski að tala í kross.
Það segir allt sem segja þarf að bera saman fréttaflutning Rúv og Stöðvar2 af bæði snjóflóðunum á Neskaupstað og Úkraínustríðinu. Fréttir ST2 af þessum atburðum hafa verið vandræðalega yfirborðslegar og lélegar en Rúv hefur verið með fólk á staðnum, t.d. eru fréttir Jóns Björgvinssonar frá Úkraínu (fyrir Rúv) alveg í heimsklassa.
Þeir sem hafa Rúv á hornum sér tönnlast á "Samherjamálinu" og því hvað það "mál" er kallað. Orðhengilsháttur. Kallið það það sem þið viljið. En það hvað andstæðingar Rúv hanga á því máli eins og hundar á roði finnst mér benda til að þeir séu fyrst og fremst málsvarar Samherja, fremur en eiginlegir gagnrýnendur Rúv.
Varðandi gagnrýni á formann BÍ, hvað nákvæmlega hefur hún sagt eða ekki sagt sem er svona aðfinnsluvert? Ég hef kannski ekki fylgst alveg nákvæmlega með þessu máli öllu.
Kristján G. Arngrímsson, 2.4.2023 kl. 07:42
"Það gætu fjöldi aðila rekið "alvöru" fréttamiðil á "faglegum" forsendum fyrir mikið minna fé en RUV gerir það."
Og hvað? Ætti viðkomandi "aðili" bara að vera á framfæri ríkisins við að reka þennan miðil? Væri það þá ekki í rauninni ríkismiðill? Eða ætti hluti af ríkisframlaginu að fara í að greiða "hagnað" af rekstrinum? Hvert færi sá meinti hagnaður? Í vasa "eigenda"?
Því miður er það líklega svo að það getur enginn búið til sæmilegan fréttamiðil á Íslandi núorðið á markaðsforsendum einum saman. Eins og ég sagði: markaðurinn er brostinn og það er ekki út af Rúv.
Kristján G. Arngrímsson, 2.4.2023 kl. 07:53
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Eignarhald fjölmiðla er emð fjölbreyttum hætti, heilt yfir er það vel.
Bezos/Amazon og Washington Post, NYT hefur verið stjórnað af sömu fjölskyldu næstum eins og elstu menn muna, en hlutabréfsjóðir eiga líklega stærstan hluta í því.
Ég er ekki að tala um að nokkur aðili eigi að vera á framfæri ríkisins (ekki heldur Ruv) heldur að segja að með mun minni tekjum, gætu fjölmargir aðilar rekið betri fjölmiðla er RUV gerir,
Ég hef enga trú á því að það þurfi 5 til 6 milljarða til þess að reka þokkalegan fjölmiðil á Íslandi.
Þú segir ekki hver aðkoma "Samherja" er að "Samherjamálinu"?
Hitt er svo að ég horfði á "Silfrið" nú rétt áðan. Þar til að ræða vanda fjölmiðla voru Björgvin Guðmundsson, almannatengill, sem líklega þarf á veljvilja RUV í starfi sínu. Formaður blaðamannafélagsins (sem er að sjálfsögðu erfitt að sniðganga) og starfsmaður RUV og svo einn alþingismaður, sem er fyrrverandi starfsmaður RUV.
Hefði "faglegur" fjölmiðill ekki stillt þessu örlítið öðruvísu upp?
G. Tómas Gunnarsson, 3.4.2023 kl. 00:36
Ég veit ekki hver aðkoma Samherja að Samherjamálinu er. Ég er hættur að nenna að hugsa um það mál.
Það vill svo til að ég kannast við Björgvin, vann með honum á Mogga, og veit að hann er einhver stækasti hægrisinni sem finnst í fjölmiðlum á Íslandi. Er hann ekki á Viðskiptablainu núna? Hann amk. var það. Forkona blm.félagsins er líka fyrrverandi starfskona á Mogga. Hóf fjölmiðlaferil sinn þar, held ég.
Björgvin er alveg örugglega nokkurnveginn sama sinnis og þú varðandi Rúv.
En hvað sagði þetta fólk? Var það allt mjög hlynnt Rúv?
Kristján G. Arngrímsson, 3.4.2023 kl. 09:03
Hafandi horft á Silfrið skil ég ekki alveg hvað þér fannst svona ófaglegt við þetta? Mér fannst málflutningur Björgvins mjög skynsamlegur og byggður á athugunum - að vísu soldið gömlum. Mjög góður punktur hjá honum um "uppeldisskilyrði" fréttafólks.
Líka athyglisverður punktur hjá Sigríði að þar er fjölmiðlafrelsi mest þar sem mestra ríkisstyrkja nýtur við. Ég skil svosem að þér finnist óþægilegt að heyra þetta þar sem þetta stangast alveg á við hugmyndafræðina þína. En svona ER þetta bara.
Og þetta atriði með að umræðan sé "sett út í skurð" með því að fara alltaf beint að tala um "Rúv á auglýsingamarkaði" - er það ekki bara tilfellið? Og þú tekur þátt í því hérna á blogginu þínu.
Og til viðbótar: tekjurnar sem fara til Rúv myndu að öllum líkindum ekki fara til annarra fjölmiðla á Íslandi, sbr. það sem kom fram í þættinum.
Kristján G. Arngrímsson, 3.4.2023 kl. 10:07
Ég held reyndar að það sé ekki rétt hjá Sigríði Dögg að það sé vísvitandi gert af ákveðnum hópi innan Sjálfstæðisflokksins að setja umræðuna út í skurð. Ég held að ástæðan sé einfaldlega sú að mönnum dettur ekkert annað í hug til að segja þegar málefni fjölmiðla eru rædd en að fara að tala um Rúv á auglýsingamarkaði.
Kristján G. Arngrímsson, 3.4.2023 kl. 10:09
Bara eitt enn: þau sem voru þarna í Silfrinu eiga eitt sameiginlegt og það er þekking á fjölmiðlastörfum. Þannig að þau vissu hvað þau eru að tala um. Það hefði verið alveg gagnslaust að fá þarna einhvern bullukoll eins og Brynjar Níelsson eða jarðýtur á borð við Bjarna Ben. eða Katrínu Jakobs.
Þannig að já, mér fannst þetta eiginlega bara mjög fagleg uppstilling. Pólitískt kannski heldur til hægri (Björgvin og Sigmar), en samt.
Kristján G. Arngrímsson, 3.4.2023 kl. 10:18
@Kristján, þakka ér fyrir þetta. Það var verið að ræða "rekstrarumhverfi" Íslenskra fjölmiðla. Með fullri virðingu fyrir því fólki sem þarna var held ég þar hafi ekki verið samankomin sú mesta þekking á rekstri fjölmiðl sem í boði var.
Það hefði til dæmis verið tilvalið að fá einhvern frá Torgi, eða Sýn, eða Símaanum (rekstur fjölmiðla er meira en fréttastofa), nú eða frá N4 sem fór nýlega á höfuðið.
Fleiri mætti sjálfsagt nefna.
En Björgvin var þarna líklega vegna þess að hann var í "starfshóp" um starfsumhverfi fjölmiðla árið 2018, en nýrri "rýni" er líklega ekki til.
Síðan 1. starfsmaður RUV og einn fyrrverandi starfmaður RUV (1/3 af þingflokki Viðreisnar er reyndar fyrrverandi starfsmenn RUV), reyndar einn af fyrrverandi umsjónarmönnum Silfursins (líklega þó aðeins í afleysingum).
Þannig að ég get ekki tekið undir að að þetta hafi verið fagleg uppstilling.
G. Tómas Gunnarsson, 12.4.2023 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.