24.3.2023 | 15:52
Lýðræðið og bræðralagið
Persónulega finnst mér ekki óeðlilegt að Frönsk stjórnvöld vilji hækka eftirlaunaaldurinn í landinu.
Margt hefur breyst síðan slíkt var samþykkt, hækkandi lífaldur, almennt heilsufar, starfsumhverfi og ef til vill ekki síst fjárhagur hins opinbera.
Það er því býsna margt sem kallar á hækkun aldurs til lífeyristöku.
En ég er hins vegar af hissa á því hve littla athygli það vekur að forseti Frakklands kjósi að sniðganga þingið og í raun setja lögin að hætti "sólkonunga".
Það hefur nú oft þurft minna til að talað sé um "lýðræðishalla" og "einræðistilburði" o.s.frv.
En að flestu leyti finnst mér því miður að þessarar tilhneygingar gæti æ oftar og víðar, að sniðganga þingin, ef þess er nokkur kostur.
Kórónufárið ýtti undir þessa tilhneygingu og kom sjálfsagt einhverjum á bragðið en þetta ýtir undir vantraust á stjórnvöldum.
Almenningur á skilið að sjá hvernig þeir fulltrúar sem þeir kusu myndu greiða atkvæði um mál sem þetta.
Ætlar ekki að leysa upp þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Kjaramál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.3.2023 kl. 02:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.