Fasteignalánavextir í Kanada

Ársverðbólga i Kanada er núna 5.2%, hækkanir á matvöru hafa þó verið mikið hærri, eru í lágri 2ja stafa tölu.

Seðlabanki Kanada hefur hækkað stýrivexti sína um 4.25 prósentustig síðastliðð  ár, eða úr 0.25% í 4.50%.

En það þýðir auðvitað ekki að þeir sem hafa lán með breytilegum vöxtum, eða hyggjast taka lán nú, búi við vexti nálægt þeirri tölu.

Hér má sjá fasteignavexti hjá Scotiabank, hér er vaxtastigið hjá CIBC og loks hér hjá BMO.

Þarna má sjá að Kanadískir bankar eru óhræddir við raunvexti á fasteignalánum.  Almennt séð þykja Kanadískir bankar þokkalega reknir, traustir og stöndugir.

Enginn Kanadískur banki hefur fallið síðan árið 1996.  Ætli það þyki almennt ekki nokkuð gott?

En all nokkrar "krísur" hafa skollið á síðan þá.

 

 

 

 


mbl.is Óverðtryggt lán hefur tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband