20.3.2023 | 01:30
Nokkrir milljarðatugir, til eða frá?
Það er eiginlega pínulítið "súrrealískt" að lesa um að UBS hafi keypt Credit Suisse á rétt ríflega 3. milljarða dollara.
Ef til vill er það sanngjarnt verð, ef til vill ekki. En ekkert er meira virði en einhver er viljugur (karlkyns fyrirbæri eður ei) til að greiða fyrir það.
Það er ljóst að UBS er ekki að greiða nema u.þ.b. einn þriðja af því sem hlutabréfamarkaðir mátu Credit Suisse á fyrir helgi.
Það er líka merkilegt að lesa að fyrir það að kaupa einhvern banka á 3. milljarða dollara, njóti UBS fyrirgreiðslu að upphæð allt að 110 milljarða dollara. Einnig það að hið opinbera muni ábyrgjast tap allt að 9.6 milljarða dollara.
En það segir okkur líka ákveðna sögu um verðmat á bönkum.
Varðmat a Credit Suiss virðist hafa verið tæplega 450 milljarðar Íslenskra króna í þessum viðskiptum. Það er þó mikið hærra en UBS var í upphafi reiðubúið að greiða. Fyrst var talað um ca. 140 milljarða Íslenskra króna, síðan ríflega 280 milljarða. Ef til vill hafur verðið hækkað tengt auknum opinberum stuðning, fyrirgreiðslu og ábyrgðum.
En að kaupa Credit Suisse á ca. 450 milljarða Íslenskra króna, hljómar eins og góð kaup,bankinn átti vissulega í erfiðleikum, en fyrirgreiðsla upp á ca. 35 falda kaupupphæð er all nokkuð. Líka ef tap að upp að 3földu kaupverði er sömuleiðis "dekkað":
Eru 450 milljarðar Íslenskra króna, ekki nema einhverjir milljarðatugir meira en Íslenskir bankar eru verðmetnir á, og þar er rifist um að þeir séu (í það minnsta sumir hverjir) undirverðlagðir við sölu?
UBS kaupir Credit Suisse | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.