Er "húsfólksorlof" tímaskekkja?

Varla geta Íslendingar verið þekktir fyrir að halda úti "húsmæðraorlofi", ef ekki á að leggja það niður hlýtur í það minnsta "húsfólksorlof" að taka yfir.

Þess utan er "orlof" grunsamlega Rússneskt hljómandi. 

Er ekki öruggara að skipta því út?

"Húsfólksfrí" hljómar auðvitað Íslenskara.

Eftir það slíkar breytingar hafa náðst í gegn, er hægt að rökræða um hvort að "húsfólk" eigi rétt á því að ríkið (gott hvorugkynsorð) eigi að greiða hluta af kostnaði við frí þess.

En fyrr varla.


mbl.is Vilja ekki afnema húsmæðraorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Skiftum bara tungumálinu út fyrir allskyns búkhljóð og bendingar. Best að klára það af strax.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.3.2023 kl. 15:48

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Auðvita er husmædraorlof tímaskekkja. En eins og svo margt annað sem hið opinbera styrkir þá er engin leið að leggja það af. 

Ragnhildur Kolka, 17.3.2023 kl. 10:30

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta.  Auðvitað myndi það "loka hringnum", og alls kyns(mis)skilningur myndi vaða uppi.  Það er þó í raun ekki ósvipað því sem ríkir í dag.

@Ragnhildur, þakka þér fyrir þetta. Það er ekki oft sem eitthvað fer af "ríkispenanum", þar ríkir tregðulögmlálið, nema ef vilji er til að "slá í".

Styrkir til stjórnmálaflokka er gott dæmi um það.

G. Tómas Gunnarsson, 20.3.2023 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband