15.3.2023 | 15:58
Ekki jákvætt að svíkja kosningaloforð, en...
Auðvitað er almennt ætlast til að stjórnmálamenn haldi kosningaloforð sín, þó að vissulega sé þar oft verulegur misbrestur á.
En stundum getur verið nauðsynlegt að svíkja loforð og stjórnmálamenn verða líka að hafa hugrekki til þess. Þá fer best á að koma heiðarlega fram og viðurkenna svikin og útskýra hvers vegna þau hafi verið nauðsynleg.
Olía og aðrir orkugjafar eru nú það mikilvæg "geopólítisk" vopn, að nauðsynlegt er að auka framboð á þeim með flestum ef ekki öllum tiltækum ráðum.
Auknu framboði mun vonandi fylgja lægra verð sem kemur flestum (en ekki öllum) til góða.
Gott skref hjá Biden, sem sannarlega má við slíkum skrefum þessa dagana.
Svíkur kosningaloforð og heimilar olíuleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ef ég gef þér loforð þá reiknarðu eðlilega með því að ég standi við loforðið. En ef ég gef þér kosningaloforð reiknarðu alls ekki endilega með því að ég standi við það. Því að loforð og kosningaloforð eru alls ekki samskonar loforð.
Mér finnst nú eiginlega frekar til marks um hugrekki stjórnmálamanns að hann standi við kosningaloforð. Það þarf ekki hugrekki til að brjóta kosningaloforð vegna þess að kjósendur reikna ekki með því staðið sé við slík "loforð".
Kristján G. Arngrímsson, 25.3.2023 kl. 09:29
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Án þess að hafa vísindalega athugun að baki, þá held ég að flestir reikni með að stjórnmálamenn (má segja menn?) standi við loforð sín, ef til vill ekki öll, en flest.
Sérstaklega í þeim ríkjum sem einn flokkur eða persóna kemst í raun til valda, eins og raunin er í Bandaríkjunum.
Hey, DJ Trump lofaði "wall" og ætlaði svo sannarlega að byggja hann. lol
Það þarf ekkert sérstakt hugrekki til þess að standa við kosningaloforð, almennt séð. Það þarf hins vegar hugrekki til að koma fram að fyrra bragði og segjast hafa, eða vera í þann mund að svíkja kosningaloforð og útskýra út af hverju.
Það er nokkuð sem stjórnmálamenn ættu að temja sér í meira mæli.
G. Tómas Gunnarsson, 26.3.2023 kl. 01:12
Eitt þekktasta loforð Íslandssögunnar er sennilega "Guggan verður alltaf gul" - en við vitum hvernig það fór.
Kristján G. Arngrímsson, 26.3.2023 kl. 08:30
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er líklega rétt að þetta loforð er með því þekktara, enda hentar það "agendu" ákveðinna lýðskrumara í stétt fjölmiðla- og stjórnmálmanna.
Ég minnist þess hins vegar ekki (ætla þó ekki að útiloka það) að hafa séð góða frétt, eða fréttaskýringu, sem útskýrir hvernig staða útgerðar Guggunar var og hvers vegna skipið og útgerðin var til sölu. Eða hvers vegna þróunin í útgerð hefur orðið eins og hún er.
Hins vegar er alltaf varssamt að gefa loforð, þó að segja megi að litur á málningu sé ekki stórt, en það er ekki skynsamra manna háttur að leggja meiri áherslu á loforð, en það sem skynsamlegt getur talist.
G. Tómas Gunnarsson, 26.3.2023 kl. 13:44
Ja, loforð er eiginlega eins og samningur - finnst mér - maður verður að geta gert ráð fyrir að loforð standi. Annars er erfitt að eiga t.d. viðskipti. Það er ekki hægt að hafa kerfið þannig að loforð séu alltaf háð einhverju öðru. Að minnsta kosti ætti það alltaf að vera fyrsti kostur að standa við gerða samninga. Á því byggjast jú öll viðskipti.
Ef þú gefur loforð án þess að ætla þér að standa við það (og gera allt hvað þú getur til að svo megi verða) þá ertu ekki heiðarlegur.
PS: ég veit ekki hvort "Guggan verður alltaf gul" var orðað nákvæmlega þannig eða hvort Þorsteinn Már sagði eitthvað í þessa veruna. Þetta er jú fyrst og fremst þekkt saga. Er hún nákvæmlega sönn? Ég get ekki staðfest það.
Kristján G. Arngrímsson, 26.3.2023 kl. 14:46
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég veit heldur ekki hvað orðrétt var sagt. "Guggan verður alltaf gul", felur í beinustu merkingu orðanna ekki neitt nema að málningu skipsins sé háttað á ákveðinn máta. Það er heldur ekkert "Ég lofa", á undan eða eftir.
Að telja þetta ígildi "samnings" finnst mér langt seilst. Það er heldur ekkert sem segir að aldrei hafi verið meiningin að standa við það, eða hvort það reyndist ekki mögulegt, alla vegna ætla ég mér ekki að dæma um það.
En útgerðarfyrirtæki Guðbjargar var að renna inn í Samherja vegna þess að eigendur þess sáu ekki rekstrargrundvöll fyrir skipið með þær breytingar og kvótaskerðingar sem voru framundan.
Ekkert af afla skipsins (undanfarna mánuði) hafði verið unnið á Ísafirði. Það sem ekki var unnið um borð (þetta var jú frystitogari) var að meginhluta rækja sem sem var unnin hjá Strýtu (fyrirtæki Samherja) á Akureyri. Stór hluti af bolfiskkvóta fyrirtækisins hafði verið leigður út til Samherja.
Árið á undan hafði skipið farið í að ég held 10 túra. Fjórum sinnum hafði aflanum verið skipað upp á Ísafirði, 6. sinnum í Nýfundnalandi.
Samstarf Guðbjargar og Samherja hafði verið það mikið að samruni þótti nokkuð eðlilegt framhald, þegar ljóst þótti að skipið gæti ekki staðið undir sér eitt og sér.
Rekstur verður alltaf að taka mið af þeim breytingum sem verða, hvort sem þátttakendum er það ljúft eða óljúft.
Það er engum greiði gerður með því að reka eitthvað með tapi, vegna þess þess að hafa tjáð sig um lit á málningu áður.
G. Tómas Gunnarsson, 26.3.2023 kl. 17:42
Að segja þetta snúast um lit á skipamálningu er náttúrulega bara orðhengilsháttur.
En magnað hvað þú þekkir vel til sögu þessa máls. Alveg í smáatriðum. Hefurðu eitthvað verið að vinna fyrir Samherja?
Kristján G. Arngrímsson, 26.3.2023 kl. 22:54
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Auðvitað er það að tala um "lit á málningu", útúrsnúningur, eða léleg tilraun til gríns. En það sem ég var þó ef til vill fyrst og fremst að meina, er að þetta er það "opið" að túlkunin getur verið á ótal marga vegu. Yrðu engar breytingar, yrði heimahöfninni haldið (en ekkert meira), svona má lengi halda áfram.
En engar breytingar voru í raun ekki inn í myndinni vegna þeirra breytinga sem voru að verða á kvótamálum.
Ég þekki þessa sögu auðvitað ekki í smáatriðum. Hef aldrei unnið hjá Samherja, aldrei hitt Þorstein Baldvinsson, alla vegna ekki svo það sé mér í minni, en vann reyndar tvö sumur (óbeint) með mömmu hans. Réttara að segja að ég hafi unnið hjá sama fyrirtæki, en ég sá hana í matsalnum flesta daga.
En fyrir all nokkru þegar ég var að leita að upplýsingum um óskylt mál, rakst ég á skrif frá því að þetta var að gerast. Las það og leitaði aðeins frekar, vegna þess að vissulega er þetta áhugavert mál og hefur verið umdeilt.
Það gæti meira segja verið að ég ætti þessi skrif einshvers staðar á stóra harða diskinum mínum. Það er býsna oft sem ég er "hoarder" og á gríðarlegt magn af vanskipulögðum PDF skjölum.
G. Tómas Gunnarsson, 27.3.2023 kl. 10:53
Því má svo bæta við hér, að breytingar hvað varðar rækjuna, hafði ekki bara áhrif á útgerð Guðbjargar. Fjöldi Íslanskra skipa sótti vestur og umsvifin voru það mikil að mig minnir að Icelandair hafi flogið beint til St. John, á tímabili, til að auðvelda áhafnarskipti sem fóru gjarna fram þar.
En breytingarnar í Íslenskum sjávarútvegi á þessu ca. 25 ára tímabili hafa auðvitað verið gríðarlegar.
G. Tómas Gunnarsson, 27.3.2023 kl. 11:20
@Kristján,... BREAKING NEWS.. (lol).
Í stað þess að takast á við leiðinlegt verkefni (sem ég mun þó byrja á eftir fáar mínútur), ákvað ég að henda í nokkrar leitir hjá Hr. Google og skyldum aðilum.
Fann að það er til undirritað skjal um að útgerð Guðbjargar skuli vera á Ísafirði. Það er þó þannig almennt orðalag að ekki er í raun hægt að tala um svik, þegar skipið er selt (til skyldra aðila) úr landi 2. árum eða svo síðar.
https://www.dv.is/eyjan/2018/06/29/salan-guggunni-dregur-dilk-eftir-ser-thorsteinn-mar-baldvinsson-gerdi-meira-en-ad-ganga-bak-orda-sinna-hann-vanefndi-skriflega-yfirlysingu-sina/
Fann líka grein þar sem Þorsteinn Már segir að yfirlýsingin hafi verið mistök:
"ÞORSTEINN MÁR Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf., fellst á að yfirlýsing fyrirtækisins á sínum tíma hafi verið mistök. "Aðstæður í sjávarútvegi eru það breytilegar að það verður að viðurkennast. Sjávarútvegurinn er eins og sjórinn, síbreytilegur," segir hann."
Þar segir líka einn af fyrri eigendum Guðbjargar:
"Ásgeir Guðbjartsson var einn eigenda Hrannar, sem rann inn í Samherja ásamt Guðbjörgu ÍS. Hann segir að munnlegt samkomulag hafi verið gert í tengslum við sameininguna, þar sem komið hafi fram að Guðbjörg yrði áfram gerð út frá Ísafirði.
Hann segist efast um að hægt hefði verið að ná betri niðurstöðu með samningum við aðra aðila. "Málið sneri þannig að okkur að við vorum búnir að gera út í 40 ár. Þá gerðist það að við fórum of seint af stað í sjófrystinguna og unnum okkur hvorki rétt á flæmska hattinum né úthafinu, nema sáralítinn. Þá komu þessir tveir pólar og slógu okkur um koll. Svo það var nú ekki margra kosta völ," segir hann.
Hann segir að hluthafar Hrannar hafi allir verið komnir á aldur. "Eitthvað varð að gera og við vorum smeykir um að rekstrargrundvöllurinn væri að bresta," segir hann."
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/474962/
G. Tómas Gunnarsson, 27.3.2023 kl. 13:17
Bráðathyglisvert. "Mistök" (soldið eins og "missögn") en samt ljóst að Þorsteinn sveik loforð og braut samning. Kannski sagði hann bara það sem hentaði honum til að ná samningnum. Hver veit, jafnvel ekki hann sjálfur.
En gott að hafa það á hreinu hvernig í pottinn var búið. Það staðfestir sosum fordóma manns. Soldil Þórðargleði í því.
Gangi þér vel í leiðinlega verkefninu.
Kristján G. Arngrímsson, 27.3.2023 kl. 20:28
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þetta er eins og flest annað, þegar jafn óljós samningur og þarna er, er hægt að fara með hann á flestar þær áttir sem menn kæra sig um.
Útgerð skipsins hélt áfram frá Ísafirði. Hvað þarf það að vara lengi, hvenær er samningurinn efndur? 2. ár? 5. ár? Þangað til skipið fer í brotajárn? Eða þangað til skipið er selt, eins og varð reyndin.
En ef ekki reyndis hægt að tryggja grundvöll fyrir útgerð skipsins, sem fyrri eigendur sáu ekki fram á, er eðlilegt að gripið sé til aðgerða.
G. Tómas Gunnarsson, 27.3.2023 kl. 21:20
Gott og vel, en það breytir ekki því að Þorsteinn reyndist ekki maður orða sinna. Helgar tilgangurinn meðalið? You tell me. Mistök eða missögn, það virðist að minnsta kosti núna sem margir telji tilganginn helga meðalið í stóra missagnarmálinu.
Hvort velur maður orðheldni eða hagnað? Það er stór spurning. Við vitum þó hvernig Þorsteinn svaraði henni.
Kristján G. Arngrímsson, 27.3.2023 kl. 22:34
"Ekki reyndist hægt að tryggja grundvöll fyrir útgerð skipsins" - sagði hver? Þorsteinn? Var það staðreynd eða eitthvað sem hann gaf sér og sagði öðrum til að réttlæta sviksemi sína?
Hver veit? En þarna er annað óljóst atriði sem hefur vísast verið túlkunaratriði og enginn veit hvernig raunverulega var í pottinn búið. Hversu mikill þurfti t.d. hagnaðurinn að vera til að "grundvöllur" teldist fyrir útgerðinni? Hver ákvað það?
Kristján G. Arngrímsson, 27.3.2023 kl. 22:42
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ekki reyndis (ég gleymdi téinu) .. o.s.frv., var nú einfaldlega mín orð í þessu tilfelli. Fyrri eigendur sáu ekki fram á það, og það hefur að öllum líkindum gengið eftir.
Á þessum árum voru kvótaskerðingar hægri vinstri, á úthafskarfa, á þorski, svo gott sem hætt var að veiða rækju o.s.frv.
En ef ég horfi á samninginn, sé ég fyrst og fremst "fílgúdd" pappír, sem hefur ekkert gildi, en hefur ef til vill verið gerður svo að fyrri eigendur gætu horft (með milljónirnar sínar í veskinu) framan í vini og nágranna og sagt hafa "sett skilyrði".
Heldur þú að hægt hefði verið að stefna fyrir vanefndir á þessum "samning"? Ég held ekki, enda ekkert í honum sem ekki var efnt.
Ég held reyndar að einstaklingur sem í kringumstæðum sem þessum, setti eigin "loforð" ofar hagsmunum fyrirtækisins og hluthafa þess (þegar þetta gerðist var Samherji almenningshlutafélag á markaði, ef ég man rétt) hættulegur og greinilega með útblásið egó, teldi eigin persónu og orð mikilvægari en fyrirtækið.
https://www.althingi.is/skodalid.php?lthing=135&lidur=lid20071017T153058
Gluggaðu í þessar umræður á Alþingi, sem urðu ca. 10 árum seinna og þó að þær séu ekki stórmerkilegar, gefa þær vísbendaringar um hvernig sjávarútvegur á Íslandi var á þessum árum.
G. Tómas Gunnarsson, 28.3.2023 kl. 10:22
Mér finnst gæta svolítils tvískinnungs hjá þér því að þú réttlætir þessi "mistök" Þorsteins en hnýtir í "missögn" Eddu Falak. Skyldi það vera af því að þú hefur eitthvað "agenda"?
(Og ekki spyrja hvar þú hafir hnýtt í Eddu Falak, þú veist það alveg jafn vel og ég).
En það hefur nú aldrei vantað egóið í Þorstein - og sennilega er það ástæðan fyrir því að honum finnst hann hafinn yfir siðferðisviðmið. Eins og hefur sosum komið betur í ljós nú á seinni tímum.
Kristján G. Arngrímsson, 28.3.2023 kl. 15:42
Ég meina, þú segir tilganginn hafa helgað meðalið hjá Þorsteini, sem er nákvæmlega það sama og þeir segja sem nú koma Eddu Falak til varnar - það sem hún hefur afrekað er mikilvægt. (Sjálfur er ég alveg sammála því, held að enginn sé ósammála því).
En hvenær helgar tilgangurinn meðalið og hvenær ekki?
Kristján G. Arngrímsson, 28.3.2023 kl. 15:44
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég er fyrst og fremst að segja að Þorsteini hafi í raun borið siðferðisleg skylda til þess að taka hagsmuni fyrirtækisins og hluthafa þess fram yfir hver konar persónulega hagsmuni hann kunni að hafa af því að halda eitthvað óljóst "loforð" sem hann kann að hafa gefið.
Það er í raun ekkert flóknara en það.
Perónulega sé ekki mikil líkindi með þessum málum, annars vegar að svíkja eða ekki svíkja óljóst "loforð", þú ef til vill útskýrir nákvæmlega hvað var svikið að þínu mati.
Hins vegar er logið til um starfsferil og logið upp á starfsmenn í þeim fyrirtækjum, ég hef nú ekki heyrt nafnið nema á einu þeirra.
En ef þér finnst þetta vera það sama, þá er það þín "upplifun", eins og svo vinsælt er að segja í dag.
G. Tómas Gunnarsson, 28.3.2023 kl. 16:28
Jú, þetta er nefnilega flóknara en það.
Þetta snérist ekki bara um annarsvegar hagsmuni Þorsteins sjálfs og hinsvegar hagsmuni hluthafanna. Það voru fleiri "hagaðilar" (stakeholders) í málinu, m.a. byggðalagið og starfsfólkið sem átti allt sitt undir. Það er mín "upplifun" að þarna hafi Þorsteinn í rauninni tekið sína eigin hagsmuni og hagsmuni hluthafanna framyfir allt annað. Þannig að hann var nú ekki að færa neina fórn. Þvert á móti.
En þín upplifun er önnur, ég geri mér grein fyrir því.
Útskýri hvað var svikið? Ég er margbúinn að segja það - hann sveik loforð. Braut samning. Þetta liggur fyrir sbr. það sem þú grófst upp um meint "mistök" Þorsteins.
En þú segir að þarna hafi nauðsyn brotið lög (eða siðferðisgildi). Slíkt er væntanlega matsatriði. Og fyrir vikið misstu margir trú á Þorsteini, rétt eins og núna hafa margir misst trú á Eddu Falak sem fjölmiðlungi. Mér finnst þetta alveg sambærilegt og finnst þau bæði ótrúverðug og myndi ekki vilja eiga neitt undir því að treysta þeim.
Kristján G. Arngrímsson, 28.3.2023 kl. 17:06
En svo ég svari nú sjálfum mér má segja að ef Þorsteinn hafi með sviksemi sinni í raun og veru bætt afkomu fleira fólks en ella þá hafi svikin verið siðferðilega réttlætanleg. Það er að segja, afleiðingarnar voru á heildina litið betri en ef hann hefði staðið við samninginn og loforðið. En hvort svo var í rauninni verður aldrei vitað með vissu.
Kristján G. Arngrímsson, 28.3.2023 kl. 17:13
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þú hefur aldrei sagt hvað var svikið, því þú hefur aldrei (né nokkur annar svo ég viti) sagt hvað var svikið, vegna þess að ekki hefur verið útskýrt, hvað hefði þurft til að loforðið eðs "samningurinn" væri efndur?
Var það að skipið yrði gert út frá Ísafirði "á meðan það flyti", eða hvert var "loforðið".
G. Tómas Gunnarsson, 28.3.2023 kl. 19:45
Nú ertu aftur kominn út í orðhengilshátt. Því var lofað að skipið yrði áfram gert út frá heimahöfinni fyrir vestan. Að skilja yfirlýsingu Þorsteins öðru vísi er bara þras og orðhengilsháttur.
En gott og vel, þér finnst allt í lagi að svíkja loforð ef það hentar þér. Ég er ósammála því. Mér finnst loforð vera eins og samningur, samninga á að halda, jafnvel þótt það kosti mann eitthvað.
Kristján G. Arngrímsson, 29.3.2023 kl. 09:23
PS: Hefurðu aldrei lesið Söguna af brauðinu dýra e. HKL? Mæli með henni, fremur en að vera að fylgjast með gömlum alþingisumræðum.
Kristján G. Arngrímsson, 29.3.2023 kl. 09:24
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þetta er ekki orðhengilsháttur, þetta er líklega kjarni málsins.
Getur þú ekki sagt hvað þurfti til að efna samninginn?
Þér til upplýsingar, þá var skipið áfram gert út frá Ísafirði sem heimahöfn, þangað til það var selt úr landi.
Til að geta sagt loforð svikið, hlýtur að þurfa að vita hvað þurfi til svo loforðið sé efnt.
G. Tómas Gunnarsson, 29.3.2023 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.