14.3.2023 | 01:01
Rökræður: Er hægt að treysta "meginstraumsfjölmiðlum"?
Mér þykir alltaf gaman að hlusta á góðar, kurteislegar en "harðar" rökræður. Þær rökræður sem má finna hér að neðan og fjalla um hvort hægt sé að treysta "meginstraumsjölmiðlum", eru á meðal þeirra betri sem ég hef séð um all nokkra hríð. Douglas Murray fer hreinlega á kostum.
Ég fann þetta myndband á Youtube, en rökræðurnar, sem eru haldar af Munk Institute og fóru fram í Toronto síðastliðinn nóvember, má einnig finna hér og hér.
Reyndar er heimasíða "Munk Debates" vel þess virði að skoða, þar er margt athyglisvert að finna.
En þeir sem rökræða hér eru: Matt Taibbi, Douglas Murray, Malcolm Gladwell og Michelle Goldberg.
Virkilega vel þess virði að horfa/hlusta á.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjölmiðlar, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:20 | Facebook
Athugasemdir
Verð að viðurkenna að ég gafst upp um leið og Goldberg byrjaði að tala um kosningar í USA. Líka vegna þess að Taibbi kom inn á kjarna málsins strax í byrjun - fjölmiðlun er orðin markaðsöflunum að bráð og fréttir eru bara söluvara, skítt með sannleiksgildið.
Kom í ljós núna nýverið að hjá Fox News snýst þetta um að "virða afstöðu áhorfenda" - það er að segja, maður á að segja það sem fólk vill heyra, hvort sem það er satt eða ósatt. Jafnvel þótt maður viti að það er ósatt.
Að segja það sem hentar manni hverju sinni (t.d. af því að það selur vel) er skilgreiningin á því að vera bullshittari. Bullshittaranum er alveg sama um sannleikann, veit jafnvel ekki hver hann er.
Þetta á orðið við um velflesta fjölmiðla, líka Globe and Mail. Þess vegna er fjölmiðlum varla treystandi lengur, hvorki "meginstraumsmiðlum" né niche miðlum sem gera margir út á samsæriskenningar.
Kannski helst að maður geti reitt sig á gamaldags "fréttastofur" á borð við Reuters og AP, af því að þeirra viðskiptavinir eru bæði hægri og vinstrisinnaðir fjölmiðlar.
Kristján G. Arngrímsson, 25.3.2023 kl. 09:46
Ætli ein algengasta útgáfan af bullshitturum (bullurum) nútildags séu ekki þeir sem eru að reyna að fá fólk upp á móti sér, skapa fæting eins og það var kallað í gamla daga. Bara sér til gamans. Þá segja með hvað sem er til að æsa aðra upp, virkar oft vel að koma með stórkarlalegar fullyrðingar sem maður veit vel að eru kjaftæði.
Þetta er sennilega ein leiðin til að vekja á sér athygli. Eins og við vitum er það manneskjunni eðlislægt að vilja athygli, viðurkenningu á tilvist sinni.
Kristján G. Arngrímsson, 25.3.2023 kl. 09:50
Já og svo má ekki gleyma Bill Maher. Sennilega með betri fjölmiðlum. Amk djöfulli fyndinn.
https://www.youtube.com/watch?v=M4x2bOZgY4w
Kristján G. Arngrímsson, 25.3.2023 kl. 10:37
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég horfði að sjálfsögðu á rökræðurnar til enda og hafði mikið gaman af.
G & G, var hreinlega pakkað saman, að mínu mati, og höfðu ekki mikið fram að færa.
Það er leiðinlegt að segja það, en æ fleiri fjölmiðlar eru á svipuðum stað, eða verri en Fox.
Alltof margir fjölmiðlar hafa í raun "agenda". En þú mátt auðvitað ekki segja þá ljúga Kristján, það gera ekki "góðir fjölmiðlar", en "missagnir" gerast.
Ein besta leiðin til að fá "klikk" er auðvitað að setja fram eitthva "átreigus", gera alla brjálaða en hirða peningin. Æ fleiri fyrirsagnir eru í tegund sem er eitthvað þessa leið: "Lögreglan, fór í útkall, engan óraði fyrir hvað beið þeirra í húsinu".
Fjöldi fjölmiðla lifir á því að endursegja fréttir (og minningagreinar) úr öðrum fjölmiðlum. En þeir fá auglýsingar. Svo er fólk hissa á því að fjölmiðlar búi við skort á tekjum.
En við þurfum auðvitað að velta því fyrir okkur hvenær og hvers vegna "sannleikurinn", eða í það minnsta þokkalega heiðarlegar fréttir hættu að vera söluvara sem dregur að fólk.
Við þeim spurningum hef ég ekki góð svör.
Maher er ágætur, en það er í raun auðveldar að gera grín að fréttum, heldur en að búa til góðar og sannar, sérstakleg nú á tímum.
G. Tómas Gunnarsson, 26.3.2023 kl. 01:03
Já, það er því miður rétt að sífellt fleiri fjölmiðlar eru að verða eins og Fox að þessu leyti. Fréttir eru orðnar eins og hver önnur söluvara og kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér.
Þessar klikkbeitur sem þú lýsir sjálst víða, en þó ekki enn á miðlum á borð við BBC, Wall Street Journal og slíkum (ekki heldur mbl og rúv). Þetta gengur mikið út á að höfða til tilfinninga lesenda, helst hræðslu, hneykslunar og reiði. Út á það gera t.d. DV og Heimildin.
Skrítið að segja það, en Heimildin er eiginlega æsifréttamiðill. Gerir talsvert út á að segja fréttir af hneykslanlegum ofurlaunum forstjóra. (Ekki að slík laun séu réttlætanleg, en það er önnur deila).
Samt, gleymum því ekki að ef fólk er spurt hvaða miðlum það treysti þá skorar DV ekki hátt. Bara rúv, sem gerir ekki út á æsifréttir enda á traustum tekjum.
Kristján G. Arngrímsson, 26.3.2023 kl. 08:44
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er reyndar nokkuð merkilegt að ég held að fjölmiðlar sem "þjónusta" fjármálaheiminn séu á meðal bestu fjölmiðla. Þeir er að jafnaði dýrir en komast síður upp með að "bullshitta", alla vegna ekki til lengri tíma.
Formaður Blaðamannafélagsins "ryður brautina" fyrir félagsmenn með því að tala um "Byrlunarmál Páls skipstjóra", eða ætti að kalla það sem "Samherjamálið". Hver er aðkoma Samherja að málinu?
En þannig gengur fjölmiðlun á meir út á "agendu" og "hugrenningatengsl.
En hugsanlega er þetta "missögn"?
Persónlega hef ég ekki séð mikið af Heimildinni/Stundinni/Kjarnanum, fór þangað annað slagið, en sá lítið nema "agendufréttir" í bland við skoðanadálka.
Einstaka sinnum skemmtileg lesning, en höfðaði lítt til mín heilt yfir.
G. Tómas Gunnarsson, 26.3.2023 kl. 14:05
Og það sem er kannski ennþá merkilegra er að WSJ er í eigu Ruperts Murdoch. Annað blað sem ég held að sé næsta áreiðanlegt er Financial Times. Líka viðskiptablað.
En Viðskiptablaðið íslenska les ég aldrei svo að ég skal ekkert segja um það.
Kristján G. Arngrímsson, 26.3.2023 kl. 14:54
Þetta með "missögnina" gæti farið langt með að vera skrauthvörf (euphemism) ársins.
Kristján G. Arngrímsson, 26.3.2023 kl. 14:57
En svo ég tengi þetta nú við athugasemdir mínar við aðra færslu frá þér þá er kannski ekki skrítið að þeir fjölmiðlar sem helst má treysta geri út á viðskiptaheiminn sem markhóp - því eins og ég nefndi er það ekki síst í viðskiptalífinu sem traust er mikilvægt, og að staðið sé við gerða samninga og gefin loforð.
Kristján G. Arngrímsson, 26.3.2023 kl. 16:05
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þeim gengur oft best í viðskiptum sem hafa bestar upplýsingar. Það getur að ég tel, enginn selt þeim sem stunda viðskipti rangar upplýsingar eða fréttir til lengri tíma litið.
Þó eru vissulega í gangi "rúmorar" og sögusagnir í þeim geira eins og öðrum.
Það eru líka margir með misvafasamar vefsíðurí þeim geira.
En ég er ekki frá því að FT sé jafnbesta dagblað í heimi, þó með þeim fyrirvara að mín yfirsýn yfir heiminn er vissulega takmörkuð.
P.S. Ég sé að ég skrifaði "torf" hér að ofan um formann Blaðamannafélagsins. Það sem ég ætlaði að segja er það að það er skrýtið að tala um "byrlunarmál Páls skipstjóra" sem "Samherjamálið", end héld ég að Samherji tengist því máli ekki á neinn hátt, nema að Páll er þar starfsmaður.
En ef að Blaðamannafélagið setur fram slíkar rangfærlslur og reynir að byggja upp "hugrenningatengsl", leggur það líklega línuna fyrir félagsmenn.
G. Tómas Gunnarsson, 26.3.2023 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.