16.2.2022 | 01:46
Harkalegar umræður í Kanadíska þinginu
Það að forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau hafi sett neyðarlög (enn sem komið er án atbeina þingsins) hefur vissulega vakið harðar umræður í Kanadíska þinginu og eins og eðlilegt er, eru skoðanir skiptar, þó að mestu eftir flokkslínum.
En ríkisstjórnir víða um lönd hafa ítrekað og eftir fremsta megni reynt að sniðganga þjóðþingin, í skjóli þess að "það sé faraldur".
En það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig framhaldið spilast.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
En er setning neyðarlaganna ekki samt alveg samkvæmt lögum? Er ekki ákvæði um að það þurfi að bera setninguna undir þingið? Er ekki líklegt að Trudeau fylgi því ákvæði? Eða hvernig er þessu háttað?
Annars dálítið athyglisvert að sjá vinstri flokkana leggja sig fram um að tryggja að frjáls viðskipti geti gengið ótrauð, en hægri flokkinn daðra við stuðning við aðgerðir sem setja verslun og viðskipti í uppnám, sbr. t.d. bílaframleiðslu sem lagðist af, og ýmisleg önnur áhrif á fyrirtæki.
Kristján G. Arngrímsson, 16.2.2022 kl. 11:13
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Setningin er lögleg, enda hefur forsætisráðherra leyfi til að fyrirskipa neyðarlög. En slíkt þarf að koma fyrir þingið innan 7. daga. Það var einmitt eitt af því sem þingmenn voru að krefja Trudeau svara um, hvenær lögin kæmu fyrir þingið. Þau eru ekki enn komin.
Liklega verða þó samþykkt, því NDP mun bakka Liberal upp, ef ég þekki þá rétt.
Þannig að neyðarlög verða samþykkt með litlum meirihluta og í andstöðu við einhverja forsætisráðherra fylkjanna.
Enn og aftur eykur Trudeau á klofning landsins og það af í raun engri ástæðu.
Yfirlýsing Canadian Civil Liberties Association segir þettta ágætlega: https://ccla.org/press-release/ccla-statement-on-the-emergencies-act/
Nú eru mótmælin búin að standa í u.þ.b. 25 daga. Það er nægur tími fyrir yfirvöld til að hafa farið með þær aðgerðir sem þau vilja grípa til fyrir dómstóla.
Í stað þess er farin þessi leið, sem aftengir að hluta réttarríkið í Kanada.
Bílaframleiðsla lagðist ekki af, en vissulega urðu vandkvæði og einstaka verksmiðjur lokuðu vegna skorts á íhlutum. Svona eins og gerist í verkföllum.
Það er ekkert nýtt að "vinstrið" vilji tryggja hagsmuni stóru alþjóðlegu fyrirtækjanna. Vinnuaflið þeirra (t.d. bílaverksmiðjanna) er í verkalýðsfélögum sem dæla peningum í "vinstrið".
"Big Tech" og "vinstrið" eru heldur engir óvinir.
En Trudeau og Frjálslyndi flokkurinn hefur minni áhyggjur af minni fyrirtækjunum sem hafa orðið illa úti vegna alls kyns undarlegra aðgerða sem gripið hefur verið til.
Þú útskýrir ef til vill út fyrir mér, t.d. hver er vísindalegu rökin fyrir því að skylda trukkabílstjóra frekar en aðrar starfgreinar í "bólusetningu" sem verndar ekki gegn smitum?
G. Tómas Gunnarsson, 16.2.2022 kl. 22:12
Ég hef sosum enga sérstaka skoðun á sjálfu deiluefninu í þessu máli, síst af öllu þar sem það er almennt mín skoðun að þessar bólusetningar séu af hinu góða og ég skil ekki af hverju fólk er á móti þeim. En það hefur eflaust sínar ástæður. Ég ætlar mér samt ekki þá dul að skilja þær ástæður.
Furðulegast af öllu finnst mér að það munu flestir bílstjórarnir vera bólusettir hvort eð er.
Rétt hjá þér þetta með bílsmiðjurnar, ég orðaði það ekki vel.
Samt athyglisvert að sjá þessa uppreisn gegn kapítalískum gildum koma frá Alberta! (Meðal annars).
Kristján G. Arngrímsson, 16.2.2022 kl. 22:45
Kristján. Þetta snýst ekki um með og á móti heldur valfrelsi.
Sá sem vill hafa valfrelsi um hvort hann láti sprauta sig eða ekki hefur ekkert endilega neitt á móti því að einhver annar geri það.
Þrengt hefur verið að valfrelsinu víða um lönd og því er verið að mótmæla. Fjöldinn er ekki að mótmæla valfrelsi þeirra sem annað hvort þiggja sprauturnar eða ekki, heldur að það valfrelsi sé skert.
Þessi hluti af innleggi þínu: "mín skoðun að þessar bólusetningar séu af hinu góða og ég skil ekki af hverju fólk er á móti þeim" - hefur því ekkert að gera með þessi mótmæli.
Það er ekki verið að mótmæla bólusetningum sem slíkum heldur að kanadsík stjórnvöld séu að þvinga þeim með valdi upp á fólk gegn vilja þess.
Þetta hjálpar þér vonandi að skilja betur hvað um er að ræða.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2022 kl. 00:00
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég veit ekki hvert hlutfall af þeim bílstjórum sem eru að mótmæla eru bólusettir. Punkturinn er ef til vill ekki síst að mér kemur það ekkert við.
Ekki frekar en mér kemur við hvaða lyf þú, eða hver annar tekur.
Það eru ekki ókapítalísk gildi að styðja val og frelsi einstaklingsins. Það eru ófasísk gildi. Það er einmitt í fasismanum þar sem skilin á milli stórfyrirtækja og hins opinbera verða óljós og allir eiga að vinna að sameiginlegu markmiði og "hlýða Víði" (skipt um nafn eftir þörfum).
Persónulega þykir mér Justin Trudeau sýna fasískar tilhneygingar, ég er ekki frá því að þær megi finna hjá þér einnig lol. Líkleaga verður nýyrði ársins "Frjálslyndir fasistar", skemmtileg oxymoron.
Almennt eru bólusetningar af hinu góða, en það þýðir ekki nauðsynlega að allar bólusetningar séu það, eða að réttlætanlegt sé að neyða einstaklinga til að þiggja þær.
Allra síst "bólusetningar" sem eru engar bólusetningar og veita littla eða enga vörn gegn smiti. En að veita vörn gegn smiti er jú tilgangur bólusetninga.
Svo má auðvitað velta þessu fyrir sér með bílaframleiðsluna. Margar bílaverksmiðjur hafa ekki getað "klárað" framleiðsluna á nema takmörkuðum fjölda bíla vegna skorts á "chips". Því eru bílaplönin full. Kom það sér ekki bara vel fyrir þær að stöðva framleiðslu, ekki síst með "hentugum sökudólg"?
@Guðmdundur, þakka þér fyrir þetta og innlitið. Tek heilshugar undir það sem þú segir.
G. Tómas Gunnarsson, 17.2.2022 kl. 02:09
Ef "bólusetningarstaða" hvers og eins er bara hans einkamál þá finnst mér dálítið skjóta skökku við að þarna sé kannski fjöldi manns að mótmæla fyrir hönd annarra - soldið eins og þegar fólk móðgast fyrir annarra hönd, og þú hefur stundum hent gaman að.
Annars held ég að það fari kannski soldið eftir því hvernig maður skilgreinir fasisma (misjafnt frá einum til annars) hvort þarna er um að ræða "fasískar tilhneigingar" hjá Trudeau og mér. Er það nú ekki fullvíðtæk skilgreining á þessu mikilvæga hugtaki að grípa til þess nú og gerir lítið úr alvarleika þess? Eins og þegar gripið er til samlíkingar við Helförina - svoleiðislagað er nú eiginlega bara ferlegt.
Enda held ég að hjá þessum blessuðu frelsisriddurum búi ekki að bak nein sérstök frelsisást heldur fremur ákveðin tegund af narsissisma (ekki ósvipað og hjá hinum alræmdu social justice warriors, sem líka telja sig vera að berjast fyrir annarra hönd), og hvað pólitísku hliðina varðar þá sýnist mér á fréttum að Íhaldsflokkurinn sé enda í vandræðalegri stöðu með það hvort hann eigi að styðja "frelsisriddarana" eða fyrirtækin í landinu.
Verður fróðlegt að sjá hvað úr verður.
Kristján G. Arngrímsson, 17.2.2022 kl. 12:13
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er ekkert að því að mótmæla vegna réttindaskerðinga annnara.
Þú þarft ekki að vera "geðveikur" eða fatlaður til að berjast fyrir jöfnum réttindum þeirra.
Það er alþekkt aðferð að reyna að sundra almenningi í smærri hópa og skerða svo réttindi lítilla hópa fyrst.
Allt of margir líta svo á að það komi þeim ekki við, vegna þess að þeirra réttindi skerðast ekki - ennþá.
Þurfum við nokkuð að hafa áhyggjur af mannréttindabrotum í Kína? Er ekki óþarfi að "móðgast" fyrir þeirra hönd?
En að svo er hitt að flestir Kanadabúar vilja líklega að þessu ljúki, sem fyrst. Þeim finnst æði mörgum að Kanada sé að verða að athlægi á alþjóðavísu.
G. Tómas Gunnarsson, 17.2.2022 kl. 14:06
Eitt er að móðgast fyrir hönd almennings í Kína, annað að fara og gera eitthvað í málinu. Hvað leggurðu til? Hætta alveg að kaupa vörur made in China?
Aðrar tillögur?
Ég er ekki viss um að Kanada sé orðið að athlægi á alþjóðavísu, frekar að blessaðir frelsisriddararnir séu það. Allt sæmilega skynsamt fólk sér að þeir eru byrjaðir að pissa skóna sína og hefur samúð með því að stjórnvöld þurfi að taka í taumana.
En heldurðu virkilega að það sé raunveruleg hætta á að núverandi stjórnvöld í Kanada muni skerða mannréttindi til slíkra muna að það minni helst á Kína?
Kristján G. Arngrímsson, 17.2.2022 kl. 17:32
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég er ekki móðgaður fyrir hönd almennings í Kína, ég styð hins vegar baráttu þeirra sem hafa barist fyrir auknum réttindum almenningi til handa.
Ég er ekki að fara að leggja undir mig Torg Hins Himneska Friðar, en myndi næsta víst styðja þá sem slíkt gerðu, ef til þess kæmi. Hvaða leiðir væru opnar til þess er óvíst.
Ef til vill þyrfti ég að láta bloggfærslur duga, ef til vill gæti stuðningurinn orðið meiri, það yrði að koma í ljós.
Kanada hefur að margra mati orðið að athlægi á alþjóðavettvangi, af mismunandi ástæðum hjá mismunandi hópum.
Til dæmis vegna vanmáttar við að hafa stjórn á ástandinu, hjá öðrum vegna undarlegrar framgöngu og orðnotkunar forsætisráðherra landsins.
Bara sem dæmi þá er mörgum Indverjum nokkuð skemmt, enda "snupraði" Trudeau forsætisráðherra þeirra fyrir framgöngu sína þegar bændur voru að mótmæla í landinu og lagði áherslu á að það yrði að "opna samræður" við mótmælendurna.
Ég hef miklar áhyggjur af því hvað stjórnvöld víða um heim er treg til að slaka á mannréttindaskerðingum sem hafa verið í gildi árum saman nú. Það gildir bæði um Kanada og mörg önnur ríki.
G. Tómas Gunnarsson, 17.2.2022 kl. 18:13
Talandi um að gera sig að athlægi - reyndar ekki í fyrsta sinn sem Musk verður ber að því að vera vitleysingur (en hey, hann er ríkur, kannski þýðir það að allt sem hann segir/gerir er rétt?)
https://www.theguardian.com/technology/2022/feb/17/elon-musk-criticised-for-comparing-justin-trudeau-to-adolf-hitler-tweet-auschwitz
Svona fer narsissismi með mann.
Kristján G. Arngrímsson, 18.2.2022 kl. 07:19
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Musk er skrýtin karakter og kemur oft skringilega fyrir.
En þó að Musk sé ekki til fyrirmyndar, þá er hann "bara" forstjóri. Trudeau sem sakar Kanadíska þingmenn um að "fylkja" sér um hakakrossflaggið er forsætisráðherra í lýðræðisríki.
Nassissisminn fer illa með marga.
G. Tómas Gunnarsson, 18.2.2022 kl. 17:39
Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvernig þetta er til marks um narsissisma forsætisráðherrans.
Kristján G. Arngrímsson, 18.2.2022 kl. 20:31
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Svona á svipað eins og með Musk að nota Hitlerslíkinguna. Sumir einfaldlega telja sér allt leyfilegt og engin ástæða til að biðjast afsökunar
Valdið sé þeirra og þeir fari einfaldlega sínu fram.
G. Tómas Gunnarsson, 18.2.2022 kl. 21:42
Samkvæmt þessari skilgreiningu þinni myndu ansi margir ráðamenn teljast narsissískir, er ég hræddur um.
En hver veit, kannski þarf maður að hafa "dass" af slíkri tilhneigingu til að geta orðið stjórnandi? (Sumir hafa bara mikið meira en aðrir, eins og t.d. Trump).
Kristján G. Arngrímsson, 19.2.2022 kl. 09:30
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það kann að vera ýmislegt til í því, að fleiri séu narsissískir en oft er talið.
En hver er munurinn á því að Musk líki Trudeau við Hitler og að Trudeau ásaki þingenn um að vera nazistar? (Fylki sér með hakakrossfánanum).
G. Tómas Gunnarsson, 19.2.2022 kl. 11:08
Tja, ætli það sé ekki eitt af þessum túlkunaratriðum. En ég veit satt best að segja ekki nóg um hvað Trudeau sagði og ekki hvort rétt er að þeir hafi lýst stuðningi við einhverja hakakrossfánabera. En hafi þeir gert það þá náttúrulega er það ekki í lagi.
En að líkja Trudeau við Hitler er náttúrulega svo augljóslega út í hött og gerir svo augljóslega lítið úr afleiðingum nasismans, og Musk er svo augljóslega að upphefja sjálfan sig með því að gera lítið úr Helförinni.
Aftur á móti mun það vera staðreynd að hakakrossfána var flaggað af "frelsisriddurunum" og líka Suðurríkjafána - þótt það sé reyndar illmögulegt að skilja hvernig þessir fánar áttu að koma málinu við.
Þannig að já, skv. minni túlkun er munur á.
Kristján G. Arngrímsson, 19.2.2022 kl. 18:44
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Engin hefur líst yfir stuðningi við hakakrossbera, mér vitandi.
Hins vegar birtust einstaklingar með hakakrossfána á mótmælunum, 1 eða 2 að ég best veit. Þeir voru ekki á ábyrgð trukkabílstjóranna.
Einn einstaklingur mætti með "confederate" fána og var með gasgrímu (líklega til þess að þekkjast ekki). Það hefur komið fram að trukkabílstjórarnir ráku hann í burtu.
En Trudeau og þó nokkur hluti "meginstraumsmiðla" hefur kosið að fókusera á þessa 2. eða 3. einstaklinga og reyna að láta það vera tákn trukkabílstjóranna og mótmælanna sem er algerlega út í hött.
Hins vegar er það gjarna þar sem þúsundir koma saman að misjafn sauður er hópunum.
Sumir vilja meina að þessir einstaklingar hafi verið sendir á vettvang af andstæðingum mótmælanna, en slíkt er engin leið að sanna eða afsanna en annað eins hefur gerst.
Ég skal pósta fljótlega video af ummælum Trudeau.
G. Tómas Gunnarsson, 19.2.2022 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.