Verkefni fyrir Neytendastofu?

Auglýsingar eiga það til að ergja einstakling og jafnvel keppinauta þeirra sem auglýsa.  En að sjálfsögðu er til ríkisstofnun sem sér um að slá á hendur þeirra sem brjóta lög um auglýsingar.

Ef mig misminnir ekki er slíkt eftirlit í höndum Neytendastofu.

Hún deilir út sektum og krefst breytinga á orðalagi o.s.frv.

Mér sýnist því engin ástæða til þess að vera að hnýta í VG, heldur ætti Amnesty að skjóta máli sínu til "systurstofnunar" Neytendastofu í Noregi.

Hún verður varla í vandræðum með að skrifa út sektir eða krefja Kínverja um leiðréttingar.

Eða gilda lögin ekki fyrir alla?


mbl.is Amnesty fyrtist við auglýsingu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband