Bara Í Kanada, eða?

Mótmæli trukkabílstjóra í Ottaway standa enn og virðist ekki vera lát á.  Vissulega eru mun færri sem standa vaktina nú en var um helgina, en búist er við mannfjölda um næstu helgi.

Það virðist vera ótrúlegur stuðningur við mótmæli, þó að vissulega sé gríðarleg andstaða við þau einnig.

En mótmælin hafa verið friðsöm (sé litið framhjá flautuhávaða, sem ég geri ekki lítið úr að sé óþolandi) þó að einn og einn hafi orðið sér til skammar.

Mér er það til efs að mótmælendur í öðru landi en Kanada hafi skipulagt Götuhokkíkeppni, eins og gert var í Ottaway í gær (1. Febrúar).  Mér skilst reyndar að slíkt hafi einnig gerst í dag (2.2.22)

Fjöldi Kanadabúa hefur verið að safna vistum fyrir bílstjórana, mat, nærfötum, sokkum, hreinlætisvörum o.s.frv.  En eins og áður sagði er einnig fjöldinn allur mótsnúin þeim.

En skipuleggjendur mótmælanna hafa skipulagt tínslu á rusli og á margan hátt verið til fyrirmyndar.

 

En það er athuglisvert að bera þessi mótmæli saman við t.d. mótmæli sem urðu þegar G20 ríkin funduðu í Toronto árið 2010.

Þá var kveikt í lögreglubílum, múrssteinum og grjóti hent, neðanjarðar og lestarsamöngur stöðvuðust o.s.frv. Mótmælin stóðu dögum saman í miðborg Toronto.

https://www.cbc.ca/news/canada/g20-protest-violence-prompts-over-400-arrests-1.906583

https://www.cbc.ca/news/canada/toronto/settlement-class-action-g20-summit-1.5689329

En lögreglan í Toronto endaði með að borga milljónir dollara í skaðabætur fyrir að hafa handtekið, friðsama mótmælendur.  Og vissulega var stór hluti mótmælenda friðsamur, en mótmælin urðu ofbeldisfull.

En þá var auðvitað hægri stjórn í Kanada og ekki verið að deila um rétt einstaklinga yfir eigin líkama.  Borgarstjóri Toronto var hins vegar vinstri sinni.

Nei, þá var verið að mótmæla "vondum kapítalistum":

Ég man heldur ekki eftir sérstakri samúðarbylgu í fjölmiðlum fyrir íbúa miðborgar Toronto, en 2010 bjó ég í Toronto, en vissulega ekki í miðborginni. Samt urðu þeir að þola mótmæli svo dögum skipti, þá voru sömuleiðis tugir þúsunda einstaklinga sem sóttu vinnu í miðborg Toronto, enda fjarvinna ekki jafn algeng og nú.

Reyndar finnst mér merkilegt hvað mikill fjöldi fjölmiðla hafa lagt sig fram við að "teikna" mótmæli trukkabilstjóranna upp í neikvæðu ljósi.

Löggæsla í kringum G20 fundinn kostaði vel á annað hundrað milljón dollara.  Nú er talað um 800.000 a dag eins og það sé skandall.  Kjörnir fulltrúar tala jafnvel um að nauðsyn sé að ná þeim peningum sem hefur verið safnað á GoFundMe til að íbúar Ottawa sitji ekki uppi með kostnaðinn (GoFundMe síða bílstjóranna hefur safnað meira fé heldur en flokkur Justin Trudeau náði að safna fyrir síðustu kosningar).

Það er hægt að rökræða fram og aftur um málstað trukkabílstjóranna, fjöldi er með og fjöldi á móti.

En hvar á að draga mörkin á réttinum til að tjá sig, réttinum til að mótmæla?

Það hafa margir dregið í efa áhrif þessara mótmæla og það er alls óvíst hver þau verða.  Það er ekki líklegt að ríkisstjórn Kanada láti undan kröfum þeirrar, það væri enda pólítískt mjög erfitt.l

En ég hygg að staða Justin Trudeau hafi veikst verulega, Íhaldsflokkurinn ákvað í dag að skipta um leiðtoga.  Í gær tilkynnti forsætisráðherra Quebec að ekkert yrði úr fyrirhugaðri skattlagningu á óbólusetta.

En síðast en ekki síst hafa trukkabílstjórar í Kanada gefið fjölda fólks um allan heim hugrekki til að láta í ljós andúð sína á skyldubólusetningum, annari nauðung og "dilkadrátti" eftir því hvort einstaklingar eru bólusettir eða ekki.

Hugrekki þeirra gefur fordæmi.

European Freedom Convoy

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Talað er um "Convoy fra Kalíforniu til Washington", það á eftir að koma í ljós hvort af því verður.

P.S.  Mér þótti skrýtið að lesa frétt af mótmælunum og hugsanlegu útkalli Kanadíska hersins á Vísi.is.  Blaðamaðurinn sem skrifar þá frétt virðist ekki vera með á hreinu hvar Ottaw er og hva landamæri Kanada og Bandaríkjanna eru, eða hvar trukkabílstjórar hafa teppt landamærin.

En hvers vegna Íslenskri blaðamenn kjósa að leita til vinstrisinnaðs dagblaðs í London, til að birta fréttir af mótmælum í höfuðborg Kanada er mér hulin ráðgáta.  Vita þeir ekki að það eru til vinstrisinnaðir fjölmiðlar í Kanada og margir þeirra jafnvel lengra til vinstri en "The Guardian", lol.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það virðist eitthvað misjafnt frá einum fjölmiðli til annars hversu "gífurleg áhrif" the Karen Konvoy hefur haft. Globe and Mail verður seint talið vinstrisinnað en þó sýndist mér að þar væri talað um að mótmælin nytu takmarkaðs stuðnings og íbúar Ottawa vildu losna við hávaðann og lætin. Blaðið telur að þetta muni lítil áhrif hafa á vinsældir forsætisráðherrans, jafnvel auka þær.

Trudeau hefur svarað mótmælendum fullum hálsi enda veit hann að þannig höfðar hann til fleiri kjósenda en færri. 

Lestu kannski bara National Post?

Langflestir trukkabílstjórar í landinu munu vera þrælbólusettir og halda áfram störfum sínum eins og ekkert hafi í skorist. Stéttarfélag þeirra hefur þvegið hendur sínar af hávaðanum.

Skipti Íhaldsflokkurinn um leiðtoga? Ja, mér skildist að hann hafi hætt óviljugur, var hann þó það mér skildist búinn að lýsa stuðningi við trukkabílstjórana. 

Kristján G. Arngrímsson, 3.2.2022 kl. 16:25

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er alveg rétt að það er gríðarlega miajafnt hvernig fjallað er um "trukkamótmælin" frá einum fjölmiðli til annars.

Ég myndi nú ekki kalla Globe and Mail hægrisinnað blað, en líklega er "biasinn" þar frekar til "The Laurentian Elite", ef svo má að orði komast. https://reviewcanada.ca/magazine/2012/01/the-collapse-of-the-laurentian-consensus/

En það er vissulega misjafnt hvernig litið er á málin og hvaða sjónarhorn er tekið.  Trudeau hefur verið óhræddur við að tala niður til mótmælendanna, enda líklegt að það falli í kramið hjá hans kjósendum.  Það er rétt að hafa í huga að tvær kosningar í röðu hefur flokkur hans fengið færri atkvæði en Íhaldsflokkurinn, en hefur haldið minnihlutastjórn á kosningafyrirkomulaginu.

En ég veit að "rant" hans um "unacceptable" skoðanir fór öfugt ofan í marga, jafnvel þá sem eru ekki fylgjandi mótmælunum.

National Post hefur verið með mikið af gagnrýni á bílstjórana en jafnframt jákvæða umfjöllun.  Það mættu margir fjölmiðlar taka sér það til fyrirmyndar.

Ýmsir fjölmiðlar hafa reynt eftir fremsta megni að sverta mótmælin, skapa þau hugrenningatengsl að þeim sér stjórnað af "Amerikönum", eða jafnvel Putin kippi í ósýnilega þræði.

Margir af þeim sem eru að mótmæla eru fullbólusettir, mótmælin snúast ekki um að vera á móti bólusetningum.

Leiðtogi Íhaldsflokksins var kosinn í burtu af þingmönnum. 

Að sjálfsögðu eru margar ástæður þar að baki, en sú em oftast heyrist er að hann hafi einfaldlega ekki verið Íhaldsmaður með stórum staf og um of reynt að þjóna "liberal/laurentian elite", frekar en grasrótinni af íhaldsfólki.

Tvístígandi hans í kringum mótmælin hafi síðan fyllt mælinn þar sem hann reyndi að höfða til beggja þessara aðila.

Mótmælin hafa haft gríðarleg áhrif nú þegar, en vissulega á eftir að sjá hvernig úr spilast.  Trukkabílstjórar söfnuðust saman í Canberra, þeir ætla að safnast saman í Toronto á laugardag (Queens Park) og eins og plakatið í færslunni sýnir er hreyfing komin af stað í Evrópu.

Ég get vel skilið að íbúar í miðborg Ottawa finnist þetta þreytandi.  Þessu fylgir hávaði og óþægindi. 

En þessu mótmæli eru friðsælli en búsáhaldbyltingin var á Íslandi.

G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2022 kl. 17:45

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bæti hér við að nú var að koma skoðanakönnun um afstöður Kanadabúa til mótmælanna og viðbragða stjórnmálamanna.

Engin stóri sannleikur en fróðleg.

https://nationalpost.com/news/canada/one-third-of-canadians-say-they-have-a-lot-in-common-with-freedom-convoy-protesters

A new poll released Thursday found that while two out of three respondents feel they “have very little in common with how the protesters in Ottawa see things,” 32 per cent feel they “have a lot in common.”

While more people felt the protest appeared to be “offensive and inappropriate,” the poll found that 43 per cent believe it was “respectful and appropriate.”

Of the responses from federal leaders, former Conservative Party Leader Erin O’Toole received the worst reviews with 59 per cent of respondents saying he did not deal with the situation appropriately or made poor choices. Other party leaders did not get glowing reviews either, with 53 per cent of respondents believing Prime Minister Justin Trudeau’s response was lacking and 45 per cent believing the same for NDP Leader Jagmeet Singh.

Ég verð að segja að stuðningurinn við bílstjórana er meiri en ég reiknaði með og bendir til að "fringe" ummæli Trudeau hafi ekki hitt í mark.

Samkvæmt könnuninni er meirihluti aðspurðra óánægður með viðbrögð Trudeau, þó að hann komi betur út en fráfarinn leiðtogi Íhaldsflokksins.

G. Tómas Gunnarsson, 3.2.2022 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband